Lýst eftir umsóknum um styrki úr máltæknisjóði

18.5.2015

Hlutverk sjóðsins er að styðja við verkefni á sviði máltækni i því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni. Umsóknarfrestur er til 18. júní kl. 16:00.

Máltæknisjóður starfar samkvæmt úthlutunarreglum samþykktum af mennta- og menningarmálaráðuneyti. Honum er ætlað að styrkja verkefni á sviði máltækni og stuðla þannig að því að íslenska sé gjaldgeng í stafrænni upplýsingatækni og notuð á þeim vettvangi. Tilgangurinn er annars vegar að efla og vernda íslenska tungu og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.

Árið 2015 njóta verkefni á sviði talgreiningar forgangs.

Nánar um sjóðinn, umsóknargögn og fleira hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica