Öll starfsemi Rannís undir eitt þak!

9.6.2015

Frá og með mánudeginum 15. júní verður öll starfsemi Rannís undir einu þaki að Borgartúni 30.

Mánudaginn 15. júní verður öll starfsemi Rannís sameinuð að Borgartúni 30 þar sem mennta- og menningarsvið Rannís hefur verið til húsa síðan 18. desember sl. Vegna flutnings á starfsemi Rannís að Laugavegi 13, fimmtudaginn 11. júní og föstudaginn 12. júní nk. gæti orðið erfitt að ná í starfsmenn stofnunarinnar. Við biðumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið.  Á meðan á flutningum stendur er viðskiptavinum bent á að nota tölvupóst og almennan síma Rannís, 515 5800. Við vonum að flutningarnir valdi sem minnstum óþægindum hjá viðskiptavinum okkar og hlökkum til að bjóða ykkur velkomin á nýjan stað.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica