Tækniþróunarsjóður skapar ný tækifæri

30.5.2018

Mat á áhrifum styrkja sem Tækniþróunarsjóður veitti á tímabilinu 2009-2013 er komið út.

Helstu niðurstöður úr áhrifamati Tækniþróunarsjóðs fyrir tímabilið 2009-2013 gefa til kynna að sjóðurinn gegni mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnulífi og sé gjarnan forsendan fyrir því að þekking og drifkraftur sem býr í íslenskum frumkvöðlum nái að skila raunverulegum árangri. Kemur þetta fram í nýútkominni úttekt, sem unnin er af Rannsóknamiðstöð um nýsköpun og alþjóðaviðskipti sem starfrækt er innan Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands.

Samkvæmt styrkþegum er Tækniþróunarsjóður skilvirkasta tækið sem íslenskum fyrirtækjum stendur til boða til að auka árangur í nýsköpun.

Helstu niðurstöður úr áhrifamatinu eru þessar:

 

Efnahagsleg áhrif

  • Velta jókst hjá 75% styrkþega
  • Aðgengi að nýjum mörkuðum innanlands og erlendis jókst í 70% tilfella

Aðgangur að fjármagni

  • Stóraukið aðgengi að innlendu og erlendu fjármagni
  • Styrkir úr SME-áætlun Horizon 2020 hafa dregið yfir 700 m.kr. til landsins

Nýsköpun og færni

  • Þekking og hæfni starfsfólks eykst í nær 100% tilfella
  • Tengslanet eflist til muna, bæði innanlands og erlendis

Þjóðhagsleg áhrif

  • Ný störf sköpuðust í 70% tilfella og hlutdeild ungs fólks og kvenna jókst
  • Styrkirnir eru forsenda fyrir stofnun og uppgangi fyrirtækja. Án styrkja Tækniþróunarsjóðs hefðu 75% fyrirtækja ekki orðið að veruleika.

Tækniþróunarsjóður veitti styrk fyrir 4,1 milljarð á árunum 2009-2013 en fjárveitingar til sjóðsins hafa aukist töluvert á undanförnum árum.

Tækniþróunarsjóður heyrir undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr. 75/2007. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica