Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum

11.8.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð EES í samstarfi við Portúgal í flokknum Blue Growth á sviði rannsókna og menntunar. Umsóknarfrestur á sviði rannsókna (auglýsing #4) er til og með 30. október 2020 en umsóknarfrestur á sviði menntunar (auglýsing #5) er til og með 11. desember 2020.

  • EEA-grants

Markmið áætlunarinnar er að auka verðmætasköpun og stuðla að sjálfbærni í bláa hagkerfinu. Styrkir verða veittir á sviði rannsókna til samstarfsverkefna sem t.a.m. styðja við tækniþróun og stuðla að vöktun og þekkingarsköpun um haftengd umhverfismál og vistkerfi á sviði náttúru-, hug- og félagsvísinda. Styrkir verða veittir á sviði menntunar til samstarfsverkefna sem stuðla að aukinni færni og hæfni um málefni hafsins.

Uppbyggingasjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.

Lesa nánari upplýsingar um auglýsingu #4 á sviði rannsókna.

Lesa nánari upplýsingar um auglýsingu #5 á sviði menntunar.

Tengiliður hjá Rannís: Egill Þór Níelsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica