Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021
Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2021, stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 402 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 20% umsókna.
Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu. Síðustu ár hafa fjárframlög til sjóðsins verið um 2.5 milljarðar króna en í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs sem samþykkt var á síðasta ári voru fjárveitingar til sjóðsins hækkaðar í 3.7 milljarða á árinu 2021.
Fjöldi nýrra verkefna og úthlutuð heildarupphæð hafa aldrei verið hærri. Styrkveitingar til nýrra verkefna nema á þessu ári 1.3 milljarði króna, en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarkostnaður vegna þeirra um 4 milljarðar króna á árunum 2021-2023. Auk styrkja til nýrra verkefna koma tæplega 2 milljarðar til greiðslu á árinu vegna styrkja til eldri verkefna. Rannsóknasjóður mun einnig styrkja þátttöku íslenskra aðila í alþjóðlega samfjármögnuðum verkefnum.
Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greiningu er að finna á vef Rannsóknasjóðs . Upphæðir geta breyst við samningagerð og eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.
Öndvegisstyrkir (öll fagráð)
Alls bárust 31 umsóknir um öndvegisstyrki og voru 9 styrktar eða 29% umsókna.
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Kristín Jónsdóttir, Corentin Caudron, Thomas Lecocq | Veðurstofa Íslands | Rauntímagreining á jarðskjálftaóróa til að greina náttúruvá á Íslandi | 34.285 |
| Slawomir Marcin Koziel | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Hönnunarmiðuð og reiknilega hagkvæm aðferðarfræði fyrir beina og óbeina staðgengilslíkangerð af hátíðnikerfum | 47.455 |
| Bjarni Bessason, Rajesh Rupakhety, Sigurður Erlingsson | University of Iceland-School of Engineering and Natural Sciences | Jarðskjálftaáhætta á Íslandi | 47.003 |
| Hans Tómas Björnsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Kerfisbundinn útsláttur utangenaþátta til að skilja hvernig truflun á utangenaerfðum veldur sjúkdómum. | 54.679 |
| Eiríkur Steingrímsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Hlutverk MITF í svipgerðarbreytingum sortuæxlisfruma | 36.769 |
| Sigurður Yngvi Kristinsson | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Greining og inngrip snemma í mallandi mergæxli: skimun og meðferð hjá heilli þjóð | 50.670 |
| Viðar Örn Eðvarðsson, Runólfur Pálsson | Landspítali-háskólasjúkrahús | Adenín-fosfóríbósýltransferasaskortur: Meinmyndun nýrnaskaða og einstaklingsmiðuð meðferð | 49.281 |
| Valdimar Hafstein | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Samlífi manna og örvera í daglega lífinu | 50.415 |
| Árni Daníel Júlíusson, Ramona Harrison | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Völd, auður og pest í tveimur dölum: Svarfaðardalur, Hörgárdalur og nágrenni um 870/1500 | 42.116 |
Verkefnisstyrkir
Alls bárust 194 umsóknir um verkefnisstyrki og voru 38 styrktar eða um 20% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (23%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Pavel Bessarab | Raunvísindastofnun | Stöðugleiki grannfræðilegra segulmynstra umfram skyrmeindir | 19.883 |
| Friðrik Magnus | Raunvísindastofnun | Myndlausir fjöllaga seglar fyrir spunatækni | 18.750 |
| Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson | Raunvísindastofnun | Burstafjölliður með hringlaga og/eða tvíþættar hliðarkeðjur | 18.750 |
| Sveinn Ólafsson | Raunvísindastofnun | 2D Rydberg vetnisþétting | 18.353 |
| Gianluca Levi | Raunvísindastofnun | Leifturhröð hleðslu og orkufærsla í umbreytingu sólarljóseinda | 15.550 |
| Olgeir Sigmarsson | Raunvísindastofnun | Kvikukerfi Heklu | 14.260 |
Verkfræði og tæknivísindi (19%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Mohammad Adnan Hamdaqa | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Rammi fyrir smíði áreyðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita | 18.135 |
| Antonios Achilleos, Anna Ingólfsdóttir, Luca Aceto | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Líkön af Sannprófun og Eftirliti | 17.908 |
| Jón Tómas Guðmundsson | Raunvísindastofnun | Aflflutningur til rafeinda og rafgasefnafræði rýmdarafhleðslu | 16.925 |
| Páll Melsted | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Hraðvirk reiknirit fyrir RNA magngreiningu í stökum frumum | 16.298 |
| Magnús Már Halldórsson | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Skorðuð dreifð netalitun | 13.085 |
| Kamilla Rún Jóhannsdóttir | Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Þreyta í flugumferðastjórn: Greining og fyrirbyggjandi aðgerðir.. | 4.388 |
Náttúru- og umhverfisvísindi (21%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Isabel Pilar Catalan Barrio | Landbúnaðarháskóli Íslands | Grasbítar á norðlægum slóðum: tengsl fjölbreytni og starfsemi | 20.546 |
| Ingibjörg Svala Jónsdóttir | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Föst í viðjum hnignunar? Viðbrögð túndruvistkerfa við beitarfriðun | 19.938 |
| Filipa Isabel Pereira Samarra | Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra | Mikilvægi stöðugleika vistkerfa fyrir vistfræðilega sérhæfingu rándýra sem eru efst í fæðukeðju sjávar | 19.770 |
| Tómas Grétar Gunnarsson | Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra | Vist- og þróunarfræðilegir drifkraftar farhegðunar hjá fuglum | 18.363 |
| Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Jón Guðmundsson | Hólaskóli - Háskólinn á Hólum | Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi | 12.251 |
Lífvísindi (18%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Pétur Heiðarsson | Raunvísindastofnun | Ofuróreiða í umritunarþáttum við endurmótun litnisagna kortlögð með einsameindatækni | 20.523 |
| Georgios Kararigas | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Hlutverk CXCR4 í hjartaofstækkun sökum of hás þrýstings | 19.888 |
| Sigríður Rut Franzdóttir | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Hlutverk Pontin og Reptin í próteinumbyltu í taugafrumum | 18.750 |
| Petur Henry Petersen | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Stjórn á virkni taugafrumna | 18.750 |
| Erna Magnúsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Rhox-kóði fyrir frumkímfrumur músa | 18.663 |
| Sara Sigurbjörnsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Nýting sebrafiska til rannsóknar á hlutverki SMO próteinsins í liðagigt | 15.306 |
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (20%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Unnur Anna Valdimarsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Hormónatengdar lyndisraskanir kvenna á barneignaraldri – orsakir og heilsufarslegar afleiðingar | 17.884 |
| Emma Marie Swift, Helga Zoéga | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Áhrifaþættir neikvæðrar fæðingarupplifunar afhjúpaðir: faraldsfræðileg nálgun | 17.848 |
| Birna Baldursdóttir | Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Áhrif ljóss á dægursveiflu og svefn ungmenna | 17.615 |
| Magnús Gottfreðsson | Landspítali-háskólasjúkrahús | Bætt greining samfélagslungnabólgu sem krefst innlagnar á sjúkrahús | 14.852 |
Félagsvísindi og menntavísindi (19%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Bíbí í Berlín. Fötlunarfræði og Einsaga. Ný akademísk nálgun. | 19.081 |
| Þórhildur Halldórsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir | Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Áhrif COVID-19 á geðheilsu unglinga | 18.833 |
| Thomas Brorsen Smidt, Guðbjörg Ottósdóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Hinsegin flóttafólk í hinsegin paradís: Félagsleg inngilding og útskúfun | 18.738 |
| Silja Bára Ómarsdóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Árangur gegn alþjóðlegu bakslagi: Þungunarrof á Íslandi og Írlandi | 18.350 |
| Guðrún Ragnarsdóttir | Háskóli Íslands - Menntavísindasvið | Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun | 17.289 |
| Ásta Jóhannsdóttir, Kristín Björnsdóttir | Háskóli Íslands - Menntavísindasvið | Fötlun á tímum faraldurs | 17.285 |
| Valdimar Sigurðsson | Háskólinn í Reykjavík - Viðskiptadeild | Greiningar á hegðun neytenda og sjálfbær markaðssetning á hollum matvælum | 7.284 |
Hugvísindi og listir (21%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Margrét Eggertsdóttir | Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Hið heilaga og hið vanheilaga. Viðtökur og dreifing veraldlegra og trúarlegra bókmennta eftir siðskipti á Íslandi. | 18.750 |
| Irma Jóhanna Erlingsdóttir, Ásdís Rósa Magnúsdóttir | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Frönsk bylgja í íslensku leikhúslífi: 1960-2000 | 17.866 |
| Einar Freyr Sigurðsson, Jim Wood | Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum | Samfall: Innsýn í mörk setningafræði og orðhlutafræði | 16.749 |
| Árni Heimir Ingólfsson | Listaháskóli Íslands | Tónlistarmenn í útlegð frá Þýskalandi og Austurríki og áhrif þeirra á íslenskt tónlistarlíf, 1935–1974 | 8.813 |
Nýdoktorsstyrkir
Alls bárust 75 umsóknir um nýdoktorsstyrki og voru 17 þeirra styrktar eða um 23% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (21%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Muhammad Taha Sultan | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Stillanlegir ljósnemar fyrir rófgreina | 9.705 |
| Kasper Elm Heintz | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Snöggvar: Ráðgáta og tól | 9.538 |
| Helgi Sigurðsson | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Taugamynduð ljósskauteindatölvun | 8.865 |
| Hera Guðlaugsdóttir | Raunvísindastofnun | Langtímaáhrif eldgosa á hærri og lægri breiddargráðum á loftslag | 8.113 |
Verkfræði og tæknivísindi (20%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Anna Bergljót Gunnarsdóttir | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Rafefnafræðileg framleiðsla á ammoníaki með bestun á rafskauti og raflausn | 10.000 |
| Atefe Darzi | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Megindlegt mat á áreiðanleika Bayesísks jarðskjálftaboðkerfis fyrir Ísland | 9.870 |
Náttúruvísindi og umhverfisvísindi (13%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Camilo André Ferreira Carneiro | Háskóli Íslands - Stofnun Rannsóknasetra | Hvernig geta fæðutengdir þættir dregið úr áhrifum vegna umhverfisbreytinga á norðurslóðum? | 9.595 |
Lífvísindi (67%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Jorgelina Ramos | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Aldursháð og kynbundin lífeðlisfræðileg virkni í vöðvum og beinum | 9.873 |
| Andrea Garcia Llorca | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Stökkbreytingar í Mitf með skert sjálfsát og raskanir í sjónhimnu | 9.705 |
Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (20%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Þórir Einarsson Long | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Einstofna mótefnahækkun og nýrnasjúkdómar | 8.715 |
Félagsvísindi og menntavísindi (27%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Marco Solimene | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Hús í Bosníu og kofar í rómverskum búðum. Húsagerð og mótun heimilis á fjölhliða vettvangi á meðal Roma-flóttafólks. | 9.836 |
| Jón Gunnar Ólafsson | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Fjölmiðlar, lýðræði og falsfréttir á Íslandi | 9.705 |
| Inga María Ólafsdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Kortlagning sjónrænnar hlutaskynjunar barna | 9.705 |
Hugvísindi og listir (21%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Skafti Ingimarsson | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Einar Olgeirsson og kommúnistahreyfingin á Íslandi. | 10.615 |
| Valgerður Pálmadóttir | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Konur stöðva samfélagið Kvennafrídagurinn og alþjóðleg áhrif hans | 9.575 |
| Caroline R. Batten | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Heil heilög heilbrigð Líkami og sjálf í Skandinavíu á miðöldum | 9.534 |
| Hjalti Snær Ægisson | Annað | Bessastaðaþýðingarnar | 7.455 |
Doktorsnemastyrkir
Alls bárust 102 umsóknir um doktorsnemastyrki og voru 18 styrktar eða um 18% umsókna.
Raunvísindi og stærðfræði (31%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Rohit Goswami | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Líkan fyrir segulvíxlverkun flökkurafeinda byggt á vélrænum lærdómi með aðferðafræði Bayes | 6.650 |
| Mohammad Hussein Ali Badarneh | Raunvísindastofnun | Orkuhagkvæm stýring spunamynstra | 6.480 |
| Yorick Leonard Adrian Schmerwitz | Raunvísindastofnun | Rannsóknir á orkuflutningi í skammtapunktum hálfleiðara byggðar á reiknuðum hvarfleiðum og tímaframvindu með stökkum milli rafeindaástanda | 6.355 |
| Helga Kristín Torfadóttir | Raunvísindastofnun | Bergfræðilegur arkítektúr kvikukerfisins undir Öræfajökli | 6.480 |
Verkfræði og tæknivísindi (13%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Michelangelo Diamanti | Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild | Agora: Samræmd rannsóknarumgjörð fyrir mannfjöldahermun | 6.625 |
| Bjarni Örn Kristinsson | Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild | Kerfisgreining á samspili flugsamganga og efnahagsumsvifa: Greining á Íslandi út frá alþjóðlegu samheng | 6.625 |
Náttúruvísindi og umhverfisvísindi (60%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Stephen John Hurling | Landbúnaðarháskóli Íslands | Útbreiðsla, stofnþróun og verndun nætursjófugla á Íslandi | 6.660 |
| Quentin Jean Baptiste Horta-Lacueva | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Gangvirki æxlunareinangrunar milli samsvæða bleikjuafbrigða | 6.615 |
| Tatiana Marie Joséphine Marchon | Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið | Vistfræðilegir og félagslegir drifkraftar í hljóðrænum samskiptum háhyrninga (Orcinus orca) | 6.333 |
Lífvísindi (14%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Marta Sorokina Alexdóttir | Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið | Rakning á ferðalagi fósturfruma í þroskun fylgju og meðgöngueitrun | 6.800 |
Félagsvísindi og menntavísindi (17%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Paola Cardenas | Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Félagslegur stuðningur, aðlögun og geðheilsa barna og ungmenna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi | 6.625 |
| Daði Rafnsson | Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild | Greining á atferli afreksknattspyrnumanna og inngrip byggt á 5Cs hugmyndafræðinni | 6.625 |
| Eva Hrönn Árelíusd. Jörgensen | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Mannfræðileg rannsókn á reynslu ungmenna af COVID-19 heimsfaraldrinum | 6.480 |
| Anna Kristina Regina Söderström | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Lestur er bestur: hugmyndir um lestur í samtímanum | 6.330 |
Hugvísindi og listir (19%)
| Verkefnisstjóri | Aðsetur verkefnis | Heiti verkefnis | ISK (þús.) |
| Nikola Machácková | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Rannsókn á varðveislu handrita: Egils rímur og "Yngri Egla" | 6.825 |
| Alexandra Louise Tyas | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Samfélagsneðansjávarfornleifarfræði: Samsteypt fornleifafræðiverkefni á Íslandi | 6.675 |
| Jonas Koesling | Háskóli Íslands - Hugvísindasvið | Hafið í forníslenskri menningu: vistfræði og skilvit í sambandi manna og sjávar á Ísland á miðöldin | 6.638 |
| Ólöf G. Sigfúsdóttir | Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið | Endurmat rannsókna á söfnum | 6.615 |
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.
Upphæðir geta breyst við samningagerð.

