Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

29.5.2018

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018, en umsóknarfrestur rann út 20. mars síðastliðinn.

Alls hlaut 21 sjálfstætt starfandi fræðimaður styrki úr sjóðnum eða um 36% umsækjenda. Úthlutað  var tæplega 46 milljónum í styrki eða tæplega 25% umbeðinnar upphæðar. Starfslaun sjóðsins árið 2018 eru 377.000 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða). Úthlutunarhlutfall karla vegna starfslauna er 24% og hlutu 14 karlar starfslaun að upphæð rúmlega 27 milljónir. Úthlutunarhlutfall kvenna er 27%  og hlutu sjö konur starfslaun að upphæð rúmlega 18 milljónir.

Alls bárust 58 umsóknir í sjóðinn, konur sóttu um 22 styrki og karlar um 36 styrki.  Sótt var um alls 480 mannmánuði eða 180.960 þúsund krónur í launakostnað. Alls sóttu 22 um ferðastyrk, samtals 3.835 þúsund krónur. Veittir voru þrír ferðastyrkir að upphæð alls 380 þúsund krónur.

Stjórn mat umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum: Greiningu á stöðu þekkingar, markmiðs, nýnæmis, frumleika og verkáætlunar. Tekið var tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag. Stjórn þurfti að hafna mörgum styrkhæfum verkefnum og þeir umsækjendur sem hlutu styrk fengu flestir aðeins hluta af því fjármagni sem sótt var um. Allir umsækjendur fá tölvupóst innan skamms með nánari upplýsingum um styrkveitinguna og styrkhafar munu þá einnig fá sendan samning.

Hér að neðan er listi yfir styrkþega. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur.

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Veitt mán.
Anna Jóhannsdóttir Landskilningur. Um náttúruskilning, samfélag og landslagsmyndlist á Íslandi. 9
Arngrímur Vídalín Stefánsson Grettis saga: hugmyndir, áhrif, kenningar. 9
Bergur Ebbi Skjáskot - ritgerð um samtímann. 3
Clarence Edvin Glad Klassískar menntir á Íslandi. Skóli, menning, þjóðlíf. 3
Elín Bára Magnúsdóttir Spurningin um höfund Grettis sögu. 6
Gylfi Gunnlaugsson Glímt við arfinn. Úrvinnsla norrænna fornbókmennta í nýjum íslenskum ritverkum 1880-1980. 6
Halldóra Arnardóttir  Myndlist Arnar Inga Gíslasonar, Lífið er LEIK-fimi. 3
Haraldur Hreinsson "Sigurbjörnsáhrifin": Náðarvald Sigurbjörns Einarssonar biskups. 6
Haukur Arnþórsson Alþingi í aldarfjórðung 1991-2016. 6
Haukur Ingvarsson Kalda menningarstríðið: hugmynda- og fagurfræði íslenskra menntamanna á hægri væng stjórnmálanna í alþjóðlegu samhengi. 6
Jakob Þór Kristjánsson Heimsstyrjaldirnar tvær: söguleg sjálfsmynd Íslendinga og Vestur-Íslendinga. 6
Jón Bergmann Kjartansson - Ransu Hreinn hryllingur: Listaverkið sem framandi fyrirbæri. 3
Kristín Svava Tómasdóttir Farsótt. Hús, fólk og stofnanir í Þingholtsstræti 25. 9
Magnús Gestsson Íslensk hinsegin list: Sjálfsvitund og viðfangsefni hinsegin listafólks á Íslandi. 3
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Húslækningar og heimaráð. 6
Pétur Hrafn Ármannsson Yfirlitsrit um Guðjón Samúelsson. 6
Sigríður Matthíasdóttir Ritun ævisögu Pálínu S. Guðmundsdóttir  Ísfeld (1864-1935) og Pálínu Kr. Þorbjörnsdóttur Waage (1926-2005). 9
Sigurlín Bjarney Gísladóttir Gandreið sem sýnishorn af heimsmynd Íslendinga á 17. öld. 6
Skafti Ingimarsson Barði Guðmundsson – æviágrip. 3
Viðar Hreinsson Náttúrur og fornar frásagnir. Um náttúru- og umhverfissýn í mótun íslenskra miðaldafrásagna. 6
Þorsteinn Önnuson Vilhjálmsson Kaupstaðasóttin: Skörun, stéttaskipting og kynferði í Reykjavík 1875-1900. 6
Alls   120

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica