Fréttir: apríl 2015

22.4.2015 : Úthlutun úr barnamenningarsjóði 2015

Stjórn barnamenningarsjóðs auglýsti eftir umsóknum í sjóðinn í febrúar 2015. Rannís bárust 75 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni og námu samanlagðar styrkbeiðnir rúmlega 94 milljónum króna.

Lesa meira

20.4.2015 : Þverfaglegar rannsóknir ræddar á Rannsóknaþingi 2015

Rannís býður til Rannsóknaþings, mánudaginn 27. apríl, þar sem umræðuefnið verður þverfaglegar rannsóknir. Dagskrá þingsins er milli kl. 12:30 og 14:30 en hefst með léttum hádegisverði kl. 12:00. Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík, Gulllteigi.

Lesa meira

17.4.2015 : Úthlutun Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2015

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið mati umsókna og liggur úthlutun fyrir sumarið 2015 nú fyrir.

Lesa meira

16.4.2015 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2015

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum 2015. Umsóknir voru alls 124 að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar fjárbeiðnir námu tæplega 164  millj. kr. en til ráðstöfunar voru  rúmlega 48 millj. kr.

Lesa meira

16.4.2015 : Vinningshafar evrópsku bókmenntaverðlaunanna 2015

Tilkynnt hefur verið um vinningshafa evrópsku bókmenntaverðlaunanna 2015, en öll þátttökulönd í Creative Europe menningaráætlun ESB geta tekið þátt.

Lesa meira

13.4.2015 : Nýsköpunarþing 2015

Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs var haldið fimmtudaginn 9. apríl 2015 á Grand hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015 voru afhent á þinginu.

Lesa meira

13.4.2015 : Námskeið um fjármála- og verkefnastjórnun H2020 verkefna

Þriðjudaginn 28. apríl kl. 9:00-17:00, standa Rannís og Enterprise Europe Network, í samvinnu við Berkley Associates, fyrir námskeiði um fjármála- og verkefnastjórnun H2020 verkefna. Námskeiðið verður haldið á Grand hótel Reykjavík.

Lesa meira

13.4.2015 : Opnunarhátíð EPALE verður haldin þann15. apríl kl. 8:00-14:00 að íslenskum tíma. Taktu þátt á netinu!

Þann 15. apríl, verður EPALE, ný vefgátt fagfólks í fullorðinsfræðslu, formlega opnuð með ráðstefnu í Brussel. Öllum er velkomið að vera virkir þátttakendur opnunarráðstefnunnar á netinu.

Lesa meira

13.4.2015 : Ný stjórn Tækniþróunarsjóðs

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Tækniþróunarsjóðs til næstu tveggja ára.

Lesa meira

12.4.2015 : Aukið vísindasamstarf við Kína

Forstöðumaður Rannís, Hallgrímur Jónasson, tók þátt í vinnuferð mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssonar til Kína nú í mars. Tilgangur ferðarinnar af hálfu Rannís var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China, NSFC.

Lesa meira

9.4.2015 : Zymetech hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015

Nýsköpunarverðlaun Íslands voru afhent á Nýsköpunarþingi 9. apríl 2015 og hlaut fyrirtækið Zymetech þau að þessu sinni. 

Lesa meira

8.4.2015 : Styrkir til að halda norrænar vinnusmiðjur í hug- og félagsvísindum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá NOS-HS vegna styrkja til að halda vinnusmiðjur (workshops). Umsóknarfrestur er til 21. apríl 2015.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica