Fréttir: nóvember 2016

25.11.2016 : Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís

Starfið felst í umsýslu samkeppnissjóða á vegum Rannís, einkum Tækniþróunarsjóðs auk annarra verkefna s.s. þátttöku í uppbyggingu upplýsingakerfis Rannís. 

Lesa meira

14.11.2016 : Ráðgjöf fyrir fólk með litla formlega menntun – norræn tengslaráðstefna á Íslandi

Norrænir aðilar í fullorðinsfræðslu funduðu þann 9. og 10. nóvember á Íslandi til þess að bera saman bækur sínar um hvernig hægt sé að vekja athygli fólks með litla formlega menntun á þeim tækifærum sem því bjóðast. #nordicguidance

Lesa meira

10.11.2016 : Fjárfestingarsjóður Evrópu og Arion banki undirrita 107 milljóna evra samning til að örva nýsköpun íslenskra fyrirtækja

Arion banki og Fjárfestingarsjóður Evrópu, EIF, hafa undirritað svonefndan InnovFin ábyrgðarsamning sem miðar að hagstæðum lánveitingum til lítilla og meðalsstórra fyrirtækja er hyggjast innleiða nýjungar í starfsemi sinni.

Lesa meira

10.11.2016 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um sóknarstyrki til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði

Stjórnir Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hafa ákveðið að leggja til allt að 20 m.kr. á árinu 2016 til að styrkja undirbúning alþjóðlegs vísinda- og þróunarsamstarfs með íslenskri þátttöku.

Lesa meira

9.11.2016 : 25 ný COST verkefni hafa verið samþykkt

Opnað hefur verið fyrir þátttöku í samþykktum COST verkefnum .

Lesa meira

8.11.2016 : Starfsmenntabúðir fyrir leið­beinendur á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu

 

Kennsluhættir breytast hratt og sjaldan hafa eins margar spennandi nýjungar verið í boði fyrir kennara og leiðbeinendur sem sjá um kennslu í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

 

Lesa meira

8.11.2016 : Leikskólinn Holt hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning

Verkefnið Read the World eða Lesum heiminn hlaut á dögunum sérstök Evrópuverðlaun sem afhent voru á fjölmennri verðlaunahátíð í Aþenu. Sigurbjört Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Holti, tók við verðlaununum.

Lesa meira

4.11.2016 : Tilkynning um breytta innskráningu kerfa Erasmus+

Gerðar hafa verið breytingar á innskráningu inn í umsýslukerfi sem tengjast Erasmus+. Gamla kerfinu „ECAS“ var skipt út fyrir „EU login“.

Lesa meira

1.11.2016 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Áformað er að verja allt að 120 m.kr. til íslenskukennslu útlendinga árið 2017*. Umsóknarfrestur er til 6. desember 2016 kl. 17:00.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica