Fréttir: apríl 2018

30.4.2018 : Opnað fyrir þátttöku í 40 nýjum COST verkefnum

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.

Lesa meira

23.4.2018 : Ráðstefna um niðurstöður EUROSTUDENT VI könnunarinnar

Föstudaginn 4. maí fer fram ráðstefna á Icelandair hótel Reykjavík Natura á vegum Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Lands­sambands íslenskra stúdenta um stöðu íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði.

Lesa meira

12.4.2018 : Árleg ráðstefna um gæði í háskólastarfi haldin af Gæðaráði íslenskra háskóla og Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs

Gæðaráð íslenskra háskóla og Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs bjóða til ráðstefnu um samþættingu kennslu og rannsókna í grunnnámi. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar úr röðum kennara og stúdenta munu flytja erindi um efnið sem verður fylgt eftir með pallborðsumræðum. Ráðstefnan fer fram þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00-16:30 í stofu M-101 í Háskólanum í Reykjavík.

Lesa meira

11.4.2018 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2018

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2018. Umsóknir voru alls 120 talsins að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar fjárbeiðnir námu alls 200,3 milljónum króna en til ráðstöfunar voru tæpar 52 milljónir króna.

Lesa meira
Ungt brosandi fólks

10.4.2018 : Fyrri úthlutun Æskulýðssjóðs 2018

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum mánudaginn 9. apríl 2018 að leggja til við ráðherra að úthluta styrk til níu verkefna að upphæð alls 4.590.000 kr. í fyrri úthlutun sjóðsins fyrir árið 2018.

Lesa meira

10.4.2018 : Íslenskir háskólanemar eru önnum kafnir en kunna að meta skipulag, aðstöðu og gæði náms

Niðurstöður nýrrar EUROSTUDENT könnunar, sem Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í, sýnir skýrt að samsetning háskólanema á Íslandi er á margan hátt frábrugðin því sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum. Hvergi annars staðar er hlutfall háskólanema sem komnir eru yfir þrítugt hærra en hér, sem og hlutfall þeirra sem eiga eitt barn eða fleiri.

Lesa meira
Horizon-2020-logo-2

6.4.2018 : Góður árangur íslenskra fyrirtækja í rannsóknaáætlun ESB – Horizon 2020

Sex íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra sem nú hafa hlotið styrk úr þeim hluta rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, Horizon 2020, sem veitir styrki til nýsköpunarverkefna í fyrirtækjum.

Lesa meira

3.4.2018 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2018

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2018.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica