Fréttir: maí 2019

Skjaldarmerki

31.5.2019 : Óskað eftir tilnefningum í stjórn Rannsóknasjóðs

Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs óskar eftir ábendingum um einstaklinga í stjórn Rannsóknasjóðs og/eða Innviðasjóðs. Stjórnarmenn þurfa samkvæmt lögum að hafa reynslu og staðgóða þekkingu á vísindarannsóknum. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 11. júní 2019.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

29.5.2019 : Tækniþróunarsjóður úthlutar 550 milljónum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla

Á vormisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 44 verkefna að ganga til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir allt að 550 milljónir króna.

Lesa meira
Laerer-med-boern_bannertitle-002-Nordplus-uthlutun

29.5.2019 : Nordplus úthlutun 2019

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast á árinu 2019. Ákveðið var að styrkja 374 umsóknir fyrir 10.1 milljón evra. Alls bárust um 503 umsóknir og sótt var um 21.3 milljón evra sem er meira en tvöfalt það sem Nordplus hefur til úthlutunar.

Lesa meira
Call-for-missions-11-June-2019

27.5.2019 : Óskað eftir fulltrúum í stjórnir markáætlana Horizon Europe

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað fyrir tilnefningar fulltrúa í stjórnir nýrra markáætlana, sk. missions, sem eru ein af nýjungunum í næstu rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe (2021-2027). Eru íslenskir aðilar úr vísinda- og fræðasamfélaginu, jafnt sem úr atvinnulífinu, hvattir til að sækja um.

Lesa meira
Barnamsjodur-mynd

26.5.2019 : Barnamenningarsjóður Íslands - úthlutun 2019

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir hefur samþykkt tillögu stjórnar Barnamenningarsjóðs Íslands um styrkveitingar fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl sl. og bárust 108 umsóknir. Sótt var um ríflega fjórfalda þá upphæð sem til skipta var. Samþykkt var að veita 36 styrki að heildarupphæð 97,5 milljónir kr. Fimm manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar. Tilkynnt var um úthlutun við athöfn í Alþingishúsinu á degi barnsins, sunnudaginn 26. maí.

Lesa meira
Vaxtarsprotinn-2019

26.5.2019 : Vaxtarsproti ársins er Carbon Recycling International

Fyrirtækið Carbon Recycling International hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, afhenti Vaxtarsprotann á dögunum í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

Lesa meira
Horizon-Europe-structure_1559125147683

20.5.2019 : Undirbúningur Horizon Europe kominn á fullt

Næsta rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, er óðum að taka á sig mynd. Tillögur framkvæmdastjórnar hafa nú verið ræddar í Evrópuþinginu og ráðherraráðinu og er komið að því að aðildarlöndin komi að stefnumótun áætlunarinnar. Þar er EES löndunum, þ.m.t. Íslandi, boðið að vera með frá upphafi. 

Lesa meira
Fyrirtækjastyrkur Fræ

16.5.2019 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði í styrktarflokknum Fræ 2019. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl 2019.

Lesa meira
Arskyrsla-2018-formynd

16.5.2019 : Ársskýrsla Rannís 2018 er komin út

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2018 er komin út á rafrænu formi. Í henni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar.

Lesa meira
Kvenno2

15.5.2019 : Umhverfis landið á 80 dögum

Nám erlendis krefst undirbúnings hvort sem um er að ræða skiptinám, starfsþjálfun eða fullt nám til gráðu. Samt sem áður vill það verða svo að þegar nemendur ljúka stúdentsprófi eru þeir ekki að fullu meðvitaðir um þann heim af tækifærum sem standa þeim til boða erlendis í framhaldinu. Þess vegna hefur Rannís hafið kynningarherferð sem miðar að því að auka vitund ungs fólks um leiðir til að fá alþjóðlega reynslu á háskólstiginu. 

Lesa meira

14.5.2019 : Hljóðritasjóður - fyrri úthlutun 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um fyrri úthlutun úr sjóðnum 2019. Umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. 

Lesa meira
Starfslaunasjodur

10.5.2019 : Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2019, en umsóknarfrestur rann út 2. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
Nordurskautsmynd-augl-2019

8.5.2019 : Vinnusmiðjur um stefnumótun fyrir norðurslóðir

Dagana 8. til 9. október 2019 verða haldnar vinnusmiðjur um nauðsyn á stefnumótun fyrir norðurslóðir hjá Rannís í Borgartúni 30, Reykjavík.

Lesa meira
NOS-HS-frett

6.5.2019 : Styrkir til að halda vinnustofur innan hug- og félagsvísinda

Auglýst er eftir umsóknum í NOS-HS, sem er samstarf í hug- og félagsvísinum. Næsti umsóknarfrestur er til 3. júní 2019. 

Lesa meira

6.5.2019 : Óskað eftir tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2019

Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannís. Tilnefningar má senda til 9. maí næstkomandi.

Lesa meira

2.5.2019 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2020

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, 20. júní 2019.

Lesa meira

2.5.2019 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2019

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2019. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica