Fréttir: desember 2019

16.12.2019 : Auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2020 kl. 16.00.

Lesa meira

16.12.2019 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2020. 

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

13.12.2019 : Tækniþróunarsjóður úthlutar 520 milljónum í haustúthlutun 2019

Á haustmisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 33 verkefna að ganga til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir allt að 520 milljónir króna. 

Lesa meira

13.12.2019 : Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu, eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Lesa meira

11.12.2019 : Hljóðritasjóður - seinni úthlutun 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur rann út 15. september sl. 

Lesa meira
Tromsö að vetri

6.12.2019 : Ferðastyrkir á Arctic Frontiers ráðstefnuna

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki til að sækja Arctic Frontiers ráðstefnuna sem haldin verður í Tromsö 26.-30. janúar 2020. Styrkirnir eru veittir úr Arctic Research and Studies samstarfssjóði Íslands og Noregs á sviði Norðurslóðafræða.

Lesa meira
ungmenni og ráðherra standa saman í hóp

5.12.2019 : Norræn tungumálaráðstefna ungmenna

Dagana 28.-30. nóvember 2019 fór fram norræn tungumálaráðstefna ungmenna að Varmalandi í Borgarfirði. Þátttakendur voru ungmenni á aldrinum 14-25 ára frá Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum; Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica