Úttekt á rannsóknum á sviði fræðslu- og menntamála komin út
Út er komin á vegum Rannís og menntamálaráðuneytisins Úttekt á rannsóknum á sviði fræðslu- og menntamála.
Meginmarkmið úttektarinnar er að kortleggja umfang og eðli rannsókna og nýbreytni á sviði mennta- og fræðslumála með það að leiðarljósi að auka skilning á þýðingu rannsókna og nýbreytnistarfs og ekki síst til eflingar þess. Vonast er til þess að niðurstöðurnar efli rannsóknir og nýbreytni á sviðinu og stuðli að markvissari stefnumótun. Frekari upplýsingar má nálgast á http://www.rannis.is/rannsoknir-menntamal/