Fréttir: maí 2015

29.5.2015 : Auglýst eftir umsóknum um styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Umsóknarfrestur er til 29. júní 2015 kl. 17:00 og er opnað fyrir umsóknir 29. maí 2015

Lesa meira

29.5.2015 : Auglýst er eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðááætlun Íslands og Noregs

Áætlunin Arctic Research and Studies veitir ferða- og sóknarstyrkir til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Umsóknarfrestur er til 18. september 2015.

Lesa meira

28.5.2015 : Stjórn Innviðasjóðs hefur samþykkt úthlutun ársins 2015

Alls bárust sjóðnum 67 umsóknir þar sem samtals var sótt um rúmlega 587 milljónir króna.

Lesa meira

26.5.2015 : Formleg opnun Epale vefsvæðisins á Íslandi 28. maí nk.

Epale vefgáttin er ætluð fagfólki er sinnir fullorðinsfræðslu og verður opnuð formlega á Íslandi á málþingi um fullorðins- og framhaldsfræðslu "Þurfa kennarar að vera tæknitröll?". Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, Reykjanesbæ 28. maí nk.

Lesa meira

22.5.2015 : Auglýst eftir umsóknum um Evrópumerkið árið 2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning verði veitt á Degi tungumála 26. september 2015. 

Lesa meira

20.5.2015 : Yfir eitt þúsund einstaklingar í nám og þjálfun erlendis með styrk frá Erasmus+

Rannís hefur úthlutað náms- og þjálfunarstyrkjum árið 2015 úr menntahluta Erasmus+ áætlunar ESB. Yfir eitt þúsund einstaklingar njóta góðs af styrkjunum að þessu sinni. Það er 30% aukning frá síðasta ári.

Lesa meira

18.5.2015 : Óskað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna

Rannís óskar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2015. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 18. júní 2015.

Lesa meira

18.5.2015 : Lýst eftir umsóknum um styrki úr máltæknisjóði

Hlutverk sjóðsins er að styðja við verkefni á sviði máltækni i því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni. Umsóknarfrestur er til 18. júní kl. 16:00.

Lesa meira

15.5.2015 : Íslenskir þátttakendur í tveimur stórum menningarverkefnum Creative Europe

Félagið Söguslóðir á Íslandi tekur þátt í verkefninu Follow the Vikings og fær í sinn hlut um 300.000 evrur og leiklistarhátíðin Lókal tekur þátt í verkefninu Urban heat og fær 65.000 evru styrk.

Lesa meira

15.5.2015 : Umsóknarfrestur í Tónlistarsjóð rennur út í dag kl. 17:00

Við viljum vekja athygli á að frestur til að sækja um styrk úr Tónlistarsjóði fyrir verkefni sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí - 31. desember 2015 rennur út í dag kl. 17:00.

13.5.2015 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs 13. maí 2015

Á fundi sínum 13. maí 2015 ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum eftirtalinna verkefna að ganga til samninga.

Lesa meira

12.5.2015 : Verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur kosið besta eTwinning verkefnið 2015

Verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur hlaut aukaverðlaun sem besta eTwinning verkefnið í Evrópu 2015.

Lesa meira

11.5.2015 : Önnur úthlutun úr Æskulýðssjóði 2015

Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til níu verkefna alls 2.175 þúsund króna í annarri úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Að þessu sinni sóttu 17 aðilar um styrk, alls að upphæð 13,9 milljónum króna.

Lesa meira

7.5.2015 : Grunnskóli Bolungarvíkur hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning

Verkefnið Art Connects Us hlýtur sérstök Evrópuverðlaun sem afhent eru í Brussel þann 7. maí, en verkefnið var unnið af Grunnskóla Bolungarvíkur.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica