Fréttir: september 2018

Vísindamiðlunarverðlaun Rannís 2018

29.9.2018 : Fjársjóður framtíðar hlýtur viðurkenningu fyrir vísindamiðlun 2018

Sjónvarpsþáttaröðin Fjársjóður framtíðar hlaut viðurkenningu Rannís 2018 fyrir vísindamiðlun, en þættirnir eru framleiddir af Háskóla Íslands fyrir RÚV. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenninguna við opnun Vísindavöku 2018 í Laugardalshöll föstudaginn 28. september.

Lesa meira

28.9.2018 : Til hamingju með daginn, vísindamenn!

Vísindavaka Rannís verður haldin í dag, föstudaginn 28. september kl. 16:30-22:00 í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku finna allir eitthvað við sitt hæfi og er fólk á öllum aldri boðið velkomið, en markmiðið er að almenningur fái tækifæri til að spjalla við vísindafólk um viðfengsefni þess. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!

Lesa meira
Sflaskor

24.9.2018 : Hverjar verða brýnustu samfélagslegar áskoranir Íslands í framtíðinni? Taktu þátt!

Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Hægt er að taka þátt í samráðinu hér en einnig verður hægt að taka þátt á Vísindavöku Rannís.

Lesa meira

21.9.2018 : Auglýst eftir umsóknum í Markáætlun í tungu og tækni

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Markáætlun í tungu og tækni fyrir styrkárið 2018-2019.Umsóknarfrestur er 9. nóvember 2018 kl. 16:00.

Lesa meira

21.9.2018 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði

Umsóknarfrestur er 15. október 2018 kl. 16:00. 

Lesa meira

14.9.2018 : Skjalastjóri óskast

Rannís óskar eftir skjalastjóra í um hálft starf hjá Rannís. Starfið felur í sér umsjón með skjalastjórnunarkerfi og skjalastjórnunarstefnu Rannís, þjónustu við starfsfólk stofnunarinnar, miðlun þekkingar og fræðslu.

Lesa meira

7.9.2018 : Auglýst eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki

SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er 9. október 2018, kl. 16:00.

Lesa meira

7.9.2018 : Auglýst eftir umsóknum um námsorlof kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2019-2020. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en þriðjudaginn 2. október næstkomandi, kl. 16:00.

Lesa meira

4.9.2018 : Styrkir til rannsókna í Kína

Kínversk-norræna norðurslóðamiðstöðin í Shanghai (China - Nordic Arctic Research Centre) auglýsir rannsóknastyrki fyrir tímabilið 15. desember 2018 til 30. júní 2019.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica