Fréttir: mars 2017

Frá verðlaunaafhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands 2017

30.3.2017 : Skaginn hlýtur Nýsköpunar­verðlaun Íslands 2017

Fyrirtækið Skaginn hf. hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Nýsköpunar­þingið var haldið á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Draumaland nýsköpunar.

Lesa meira

24.3.2017 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2017

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2017. Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 215 umsóknir í ár fyrir 322 háskólanema. Umsóknarfrestur rann út 10. febrúar síðastliðinn. Alls var sótt um rúmlega 217 milljónir króna eða laun í 932 mannmánuði.

Lesa meira
Frá Landsþingi stúdenta 2017

24.3.2017 : Gæði í háskólastarfi í forgrunni á vel heppnuðu Landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) héldu dagana 17. - 19. mars Landsþing á Akureyri. Á þinginu áttu sæti fulltrúar allra háskóla á Íslandi, rúmlega 50 manns. Yfirskrift Landsþingsins var „Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna.“

Lesa meira

23.3.2017 : Nýsköpunarþing 2017

Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var haldið fimmtudaginn 30. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 8:30-10:30. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 voru afhent á þinginu.

Lesa meira

20.3.2017 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Umsóknarfrestur er 2. maí 2017 kl. 16:00. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Lesa meira

16.3.2017 : Fyrri úthlutun Æskulýðssjóðs árið 2017

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum 22. febrúar sl. að leggja til við ráðherra að úthluta þrettán verkefnum alls 4.765.000 í fyrri úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017.

Lesa meira

3.3.2017 : Fyrri úthlutun úr Tónlistarsjóði 2017

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil 1. janúar til 1. júlí 2017.

Lesa meira

3.3.2017 : Úthlutun úr Íþróttasjóði 2017

Íþróttanefnd bárust alls 213 umsóknir að upphæð rúmlega 196 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2017. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica