Fyrirtækið Skaginn hf. hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Nýsköpunarþingið var haldið á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Draumaland nýsköpunar.
Lesa meira
Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2017. Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 215 umsóknir í ár fyrir 322 háskólanema. Umsóknarfrestur rann út 10. febrúar síðastliðinn. Alls var sótt um rúmlega 217 milljónir króna eða laun í 932 mannmánuði.
Lesa meira
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) héldu dagana 17. - 19. mars Landsþing á Akureyri. Á þinginu áttu sæti fulltrúar allra háskóla á Íslandi, rúmlega 50 manns. Yfirskrift Landsþingsins var „Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna.“
Lesa meira
Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var haldið fimmtudaginn 30. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 8:30-10:30. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 voru afhent á þinginu.
Lesa meira
Umsóknarfrestur er 2. maí 2017 kl. 16:00. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.
Lesa meira
Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum 22. febrúar sl. að leggja til við ráðherra að úthluta þrettán verkefnum alls 4.765.000 í fyrri úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017.
Lesa meira
Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil 1. janúar til 1. júlí 2017.
Lesa meira
Íþróttanefnd bárust alls 213 umsóknir að upphæð rúmlega 196 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2017.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.