Rannís boðar til kynningarfundar föstudaginn 1. mars, kl. 11:00-12:00, í húsnæði Rannís, Borgartúni 30, 1. hæð. Á fundinum verður kynning á sjöundu Norrænu-kínversku norðurslóðaráðstefnunni sem haldin verður í Shanghai, 8.-9. maí 2019.
Lesa meiraStjórn Markáætlunar í tungu og tækni ákvað á fundi sínum 15. febrúar sl. að styrkja sex verkefni á sviði tungu og tækni um allt að 77 m. kr. í úthlutun áætlunarinnar fyrir styrkárið 2018. Alls bárust fimmtán umsóknir um styrk.
Lesa meiraHlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
Lesa meiraSjöunda Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Shanghai, 8.-9. maí 2019. Þar verður m.a. fjallað um fiskveiðar í Norður-Íshafi, Silkileið norðursins (Polar Silk Road) og sjálfbæra þróun á norðurslóðum.
Lesa meiraÍsland hefur tekið við stjórn Nordplus menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar næstu þrjú árin. Rannís mun sjá um rekstur aðalskrifstofunnar fyrir Nordplus áætlunina þann tíma sem Ísland heldur um stjórnartaumana, en Rannís hefur rekið landskrifstofu Nordplus á Íslandi frá 2013.
Lesa meiraNýsköpunarverðlaunforseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.
Lesa meiraRannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði, en hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2019, kl. 16:00.
Lesa meiraNýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, miðvikudaginn 6. febrúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna sl. sumar. Stjórn sjóðsins hefur valið fimm öndvegisverkefni sem unnin voru sumarið 2018 en aðeins eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin.
Lesa meiraBretland gengur úr Evrópusambandinu 29. mars 2019 en ekki er að fullu ljóst hvernig útgöngunni verður háttað. Eftir að útgöngusamningur bresku ríkisstjórnarinnar var felldur í þinginu þann 15. janúar hafa líkur aukist á því að Bretar fari úr sambandinu án samnings (svokallað hart Brexit). Af því tilefni hefur ESB gefið út áætlun um útgöngu án samnings sem snýr meðal annars að framkvæmd Erasmus+ eftir 29. mars.
Lesa meiraMennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil ársins 2019 (1. janúar – 1. júlí).
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.