Tækniþróunarsjóður: 2018

20.12.2018 : Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu, eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Lesa meira

12.12.2018 : ExploGuard – Novel explosive welded corrosion resistant clad materials – verkefni lokið

Verkefnið miðaði að því að leysa tæringarvandamál í orkuiðnaðinum með því að nýta svokallaða sprengisuðu.

Lesa meira

10.12.2018 : Bestun á framleiðni EPA ríkrar þörungaolíu – verkefni lokið

Framleiðsla er hafin í tilraunaverksmiðju Omega Algae að Reykjum í Hveragerði

Lesa meira

7.12.2018 : Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla - verkefni lokið

Samstarfsverkefni Skagans 3X, Matís og útgerðanna FISK Seafood, Brims, Skinneyjar Þinganess, Þorbjarnar, Ögurvíkur og HB Granda miðaði að því að þróa tækni til verðmætaaukningar bolfiskafla.

Lesa meira

9.11.2018 : Þróun á kæli- og eftirlitsferli til þess að minnka sóun í matvælavinnslu og flutningum – verkefni lokið

Athyglinni hefur verið beint að kælingu á kjúklingi, þar sem mjög sterkar vísbendingar komu fram um að þar væri mikið verk óunnið að ná réttum hitastigum við slátrun og vinnslu. Með þessu verkefni hefur verið stigið stórt skref til þess að auka þekkingu á umhverfisvænasta kælimiðlinum sem er til í dag, ískrapi.

Lesa meira

30.10.2018 : Karolina Engine – verkefni lokið

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur fyrirtækið Karolina Fund tekið skref í áttina að því að vera í fararbroddi í þróun á fjármálatækni fyrir fjársafnanir á netinu. Verkefnið Karolina Engine snýr að því að beita viðskiptagreind og annarri úrvinnslu á gögnum til þess að hámarka árangur herferða í hópfjármögnun.

Lesa meira

29.10.2018 : IntelliGent Oceanographically-based short-term fishery FORecastIng applicaTions (GOFORIT) – verkefni lokið

GOFORIT var að rannsaka möguleikana á því að nýta upplýsingar um umhverfisþætti og líffræðilega ferla mikilvægra svifdýra til þess að styrkja veiðispár á skammlífum uppsjávarfiskum

Lesa meira

26.10.2018 : Alfa Lyfjaumsýsla – verkefni lokið

Alfa er hugbúnaðarlausn sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og öryggi í lyfjaumsýslu í apótekum, sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum.

Lesa meira

25.10.2018 : INTRAZ Mælingar og greining á ferli neytenda í verslunarrýmum Kauphegðun

Intraz ehf. er fyrirtæki sem hefur undanfarin fjögur ár verið að þróa vöru sem greinir neytendahegðun í verslunum. Verkefnið hófst árið 2013 eftir að fyrirtækið hlaut styrk úr Tækniþróunarsjóði. Lausn Intraz samanstendur af hugbúnaði og vélbúnaði sem settur er upp hjá rekstraraðila verslunar.

Lesa meira

24.10.2018 : Valorka hverfillinn, 3. þróunaráfangi - verkefni lokið

Þróun Valorku-hverfilsins lýtur m.a. að heppilegum aðferðum til opnunar og lokunar blaða hverflanna; styrkleika og stærðarhlutföllum; flotjafnvægi og efnisvali; straumálagi og iðumyndun; burðargrind og botnfestingum; aðferðum til lagningar, þjónustu og endurheimtu og mögulegu staðarvali.  Í öllum þáttum hefur verið leitast við að tryggja lágmarksáhrif á umhverfi; hagkvæmni, rekstraröryggi og einfaldleika.

Lesa meira

17.10.2018 : Þróun á nýrri lausn til að staðsetja síma innanhúss - verkefni lokið

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Locatify hefur hannað lausn þar sem hægt er að sýna staðsetningu síma með enn meiri nákvæmni en áður hefur þekkst og veita upplýsingar hratt og vel eftir því hvar eigendur þeirra eru staddir, en Tækniþróunarsjóður veitti fyrirtækinu styrk til þróunar.

Lesa meira

12.10.2018 : Markaðssókn Anitar-örmerkjalesara og -hugbúnaðar – verkefni lokið

Með markaðsstyrknum gat Anitar útbúið markaðsefni og komið af stað forsölu á örmerkjalesaranum í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter.

Lesa meira

9.10.2018 : Anitar – Aðgengilegur örmerkjalesari fyrir heimili og landbúnað - verkefni lokið

Verkefnisstyrkur Tækniþróunarsjóðs hefur gert sprotafyrirtækinu Anitar kleift að þróa bæði örmerkjalesara og hugbúnaðarlausnir fyrir þá sem vinna með eða umgangast dýr.

Lesa meira

26.9.2018 : Feel Iceland in&out vörutvenna í Danmörku - verkefni lokið

Feel Iceland-vörurnar eru hágæða fæðubótaefni sem unnin eru úr íslensku fiskroði sem áður var hent. Vörurnar sem hafa notið vinsælda hér á landi eru nú fáanlegar í nýrri deild sem kallast Beauty from within í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. 

Lesa meira

13.9.2018 : Þróun vinnuumhverfis fyrir sýndarveruleika - verkefni lokið

Breakroom er fyrsta vara sýndarveruleikafyrirtækisins MURE ehf.

Notandinn velur sér sýndarumhverfi, hvort sem það er strönd, fjalllendi eða grænir hagar, opnar síðan þau forrit sem hann notar í vinnunni, hvort sem það er Excel, Chrome eða PowerPoint. 

Lesa meira

11.9.2018 : Þróun á frumgerð snjallspegils - verkefni lokið

Vonir standa til að snjallspegillinn muni nýtast við gagnaöflun í rannsóknum á unglingabólum og mögulegum tengslum þeirra við mataræði, svefnvenjur og hreyfingu notenda.

Lesa meira

6.9.2018 : Fjölhæf samvöfrun yfir jafningjanet - verkefni lokið

Vara Crankwheel ehf. er sérhæfð skjádeililausn fyrir söluteymi, sem hefur þá sérstöðu að virka í yfir 99,9% tilfella fyrir hvaða áhorfanda sem er án þess að hann þurfi að sækja eða setja upp neinn hugbúnað, og að virka á nánast öllum gerðum netkerfa, þar sem aðrar fjarfundarvörur virka ekki.

Lesa meira

31.8.2018 : Segulharpa - verkefni lokið

Hljóðfærið er mikilvæg viðbót við þá gríðarlegu flóru nýrra hljóðfæra sem hafa orðið til á undanförnum áratug í kjölfar tæknibyltinga á sviði smátölva og snjallsíma, án þess þó að vera í beinni samkeppni við önnur álíka spennandi og farsæl verkefni. 

Lesa meira

24.8.2018 : Þróun sjálfbærrar ammóníaksframleiðslu - verkefni lokið

Atmonia er sprotafyrirtæki sem þróar umhverfisvæna framleiðsluaðferð köfnunarefnisáburðar til staðbundinnar framleiðslu og notkunar með úðunarkerfi. Ferli Atmonia býður heildstæða umhverfisvæna lausn framleiðslu köfnunarefnisáburðar og notkunar hans.

Lesa meira

13.8.2018 : Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð næstkomandi miðvikudag 15. ágúst kl. 8:30-10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðið verður upp á léttan morgunverð. 

Lesa meira

17.7.2018 : Markaðssókn HR Monitor á erlendan markað – verkefni lokið

HR Monitor er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir SaaS-hugbúnað sem, meðal annars, mælir upplifun mannauðs á mikilvægustu þáttum í starfsumhverfinu.

Lesa meira

5.7.2018 : Fjallasnjór - verkefni lokið

Verkefnið Fjallasnjór skilar áreiðanlegri mælum, undirstöðum sem standast verstu aðstæður og úrvinnslu gagna, sem nýtist beint í snjóflóðavöktun. Þannig stuðlar verkefnið að auknu öryggi íbúa á snjóflóðahættusvæðum, vegfarenda á vegum þar sem snjóflóðahætta getur skapast, og fólks sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi. Lesa meira

4.7.2018 : Heimaþjónustukerfi - verkefni lokið

Heimaþjónustukerfið CareOn er notað til tímaskráningar og þjónustustýringar og heldur kerfið jafnframt utan um alla samninga heimaþjónustunnar.

Lesa meira

28.6.2018 : Cooori – framburðarþjálfun - verkefni lokið

Cooori býður veflausnir til tungumálanáms sem byggja á nýjustu tækni í gervigreind, talgreiningu og gagnavinnslu.

Lesa meira

21.6.2018 : Markaðssókn Memento á erlenda markaði - verkefni lokið

Með markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði var Memento ehf. gert kleift að greina markaði og hefja markaðssókn á erlendri grundu, þ.e. útbúa kynningarefni, sækja ráðstefnur og fleira.

Lesa meira

20.6.2018 : Öflugt stafrænt stoðtæki til mats á gigtarsjúkdómum - verkefni lokið

Expeda ehf. hefur lokið þróun á öflugu stafrænu stoðtæki til mats á gigtarsjúkdómum sem auðveldar og styður við greiningarferli kerfislægra sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdóma.

Lesa meira

19.6.2018 : Greiningar á kjarnsýrum til nota við gæðamat og greiningar samhliða krabbameinsmeðferð - verkefni lokið

Tvívíðar rafdráttargreiningar Lífeindar eru nú orðnar þekktar um allan heim og margir sem hafa sýnt því áhuga að koma tækninni upp á sinni rannsóknarstofu. Lífeind hefur lagt mikla áherslu á að vinna með vísindamönnum og fyrirtækjum að notkun tækninnar við hinar ýmsu greiningar og markaðssett fyrirtækið sem kjarnsýrugreiningarfyrirtæki.

Lesa meira

14.6.2018 : Vel heppnaður og fjölmennur vorfundur Tækniþróunarsjóðs

Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2018 var haldinn fimmtudaginn 7. júní í Petersen svítunni í Gamla bíói. Veðrið var frábært og tókst fundurinn mjög vel í alla staði.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

5.6.2018 : Tækniþróunarsjóður úthlutar 700 milljónum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 63 verkefna að ganga til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir allt að 700 milljónum króna.

Lesa meira

31.5.2018 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2018

Hinn árlegi vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn fimmtudaginn 7. júní undir yfirskriftinni: Náðu lengra – út í heim – með Tækniþróunarsjóði.

Lesa meira

30.5.2018 : Tækniþróunarsjóður skapar ný tækifæri

Mat á áhrifum styrkja sem Tækniþróunarsjóður veitti á tímabilinu 2009-2013 er komið út.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

15.5.2018 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs

Tilkynnt hefur verið um úthutun úr Tækniþróunarsjóði fyrir Hagnýt rannsóknarverkefni og Fræ 2018

Lesa meira

17.4.2018 : Milliliðalaust B2B markaðstorg fyrir vörur ætlaðar ferðamönnum - verkefni lokið

Markaðstorg Bókunar hefur verið í þróun síðastliðin ár og er nú í mikilli notkun hjá fyrirtækjum á öllum sviðum ferðaþjónustunnar og er notað af yfir 1200 ferðaþjónustuaðilum í yfir 35 löndum.

Lesa meira

16.4.2018 : Snertilaus myndstýring fyrir skurðlækna - verkefni lokið

Markmið Levo er að skurðlæknar geti sjálfir stjórnað myndefni á skurðstofum með hugbúnaði sem tengdur er armbandi á framhandlegg skurðlæknis. Bein stjórn á læknisfræðilegum myndum með hugbúnaði Levo bætir upplýsingaflæði til lækna og minnkar undirbúningstíma.

Lesa meira

13.4.2018 : Klínísk rannsókn á virkni Penzyme gegn langvinnri nefholsbólgu - verkefni lokið

Í verkefninu var hafist handa við að þróa nefúða sem væri nothæfur við langvinnri nefskútabólgu. Þróun nefúðans byggði á þorskatrypsíni sem Zymetech hefur rannsakað gegnum tíðina en þorskatrypsín hefur sýnt góða virkni gegn örveruþekjum í fyrri verkefnum.

Lesa meira

12.4.2018 : dent & buckle - verkefni lokið

dent & buckle er samskipta- og skráningarkerfi fyrir flugfélög og viðhaldsaðila flugvéla sem þurfa að halda utan um, greina og miðla áfram upplýsingum um skemmdir og viðgerðir á flugvélum. Kerfið er fáanlegt fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og er aðgengilegt úr helstu vöfrum.

Lesa meira

9.4.2018 : WAGES - verkefni lokið

Fyrirtækið eTactica þróar og markaðssetur hugbúnað og vélbúnað til rafmagnseftirlits. Er um að ræða öfluga lausn sem tekur bæði á rauntíma orkunotkun og rauntíma vöktun á vélbúnaði sem tryggir uppitíma, varar við bilunum og jafnvel fyrirbyggir tjón af völdum bilana.

Lesa meira

5.4.2018 : Skýlausn fyrir fasteignastjórnun - verkefni lokið

Meginhugmyndin með verkefninu var ná til smærri fasteignaaðila með einfalda og myndræna lausn í skýinu. MainManager-varan þjónar nú fjölda stærri fasteignaeigenda á Íslandi, Englandi, Noregi og Danmörku.

Lesa meira

21.3.2018 : Markaðsátak As We Grow á enskumælandi mörkuðum - verkefni lokið

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur gert As We Grow kleift að taka þátt í vörusýningum erlendis og að ná sölum til fjölda nýrra viðskiptavina, en hluti verkefnisins fólst einmitt í að taka þátt í vörusýningum á erlendri grundu, greina markaðinn og auka sýnileika og sölu á netinu með nýrri og endurbættri vefverslun.

Lesa meira

14.3.2018 : Orkusmart - verkefni lokið

Orkusmart er einfalt orkustjórnunarkerfi fyrir heimili sem gerir öllum kleift að draga úr orkukostnaði.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica