Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til níu verkefna rúmlega tveimur milljónum króna í þriðju úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Alls bárust sjóðnum 41 umsókn um styrk að upphæð rúmlega 21 milljón.
Lesa meira
Gæðaráð íslenskra háskóla býður til ráðstefnu um gæði í lykilþáttum háskólastarfs 10. nóv. nk. Ráðstefnan markar lok fyrstu umferðar rammaáætlunar um eflingu gæða á sviði háskólamenntunar á Íslandi. Einnig verða á ráðstefnunni kynnt drög sem nú eru í undirbúningi að næstu rammaáætlun.
Lesa meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt að umsóknarfrestur fyrir náms- og þjálfunarhluta (K-1) Erasmus+ verði 2. febrúar 2016. Umsóknarfrestur fyrir fjölþjóðleg samstarfsverkefni Erasmus+ (K-2) verður hins vegar 31. mars 2016.
Lesa meira
Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2016. Umsóknarfrestur rennur út 16. nóvember 2015 kl. 17:00.
Lesa meira
Föstudaginn 30. október 2015 verður haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík kl. 08:30 – 13:00 þar sem meginumfjöllunarefnið er færni í þróun eigin starfsferils (Career Management Skills).
Lesa meira
Málstofan „Arctic Freshwater Resource Dynamics and Socio-environmental Challenges under a Changing Climate” verður haldin laugardaginn 17. október nk. kl. 15:30-17:00 á alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle 2015 sem fram fer í Hörpu, Reykjavík.
Lesa meiraVegna allsherjaverkfalls SFR þá verður afgreiðsla Rannís lokuð frá og með fimmtudeginum 15. október til og með þriðjudeginum 20. október. Viðskiptavinum stofnunarinnar er bent á að hægt er að hringja beint í starfsmenn Rannís.
Miðvikudaginn 21. október nk. stendur Rannís fyrir kynningarfundi undir yfirskriftinni Societal Challenges , Health, Demographic Change and Wellbeing um rannsóknaáherslur í heilbrigðisvísindum 2016-2017 í Horizon 2020. Aðgangur ókeypis en vinsamlegast skráið þáttttöku.
Lesa meira
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 2. nóvember 2015 kl. 17:00.
Lesa meira
Það var kátt á hjalla í Borgartúninu þriðjudaginn 6. október þegar forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum mættu til að skrifa undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Styrkupphæðinni, rúmlega 300 þúsund evra var úthlutað til 13 skóla víðs vegar um land.
Lesa meira
Þriðjudaginn 27. október nk. stendur Rannís í samvinnu við ráðgjafahópinn Yellow Research fyrir vinnustofu um hvernig á að skrifa árangursríka umsókn í Innovative Training Networks (ITN) hluta Marie Curie áætlunarinnar.
Lesa meira
Vakin er athygli á umsóknafrestum í verkefni sem styrkt eru af Uppbyggingarsjóði EES. Íslendingar geta ekki sótt beint í sjóðinn heldur verða þeir að leita samstarfs við umsækjendur í viðkomandi landi.
Lesa meira
Miðvikudaginn 11. nóvember stendur Rannís fyrir fræðslufundi um hugverkarétt í verkefnum sem styrkt eru af H2020, samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Fundurinn verður haldinn á 6. hæð, Borgartúni 30, kl. 9:15-13.00.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.