Fréttir: nóvember 2015

30.11.2015 : Fjörutíu ný Cost verkefni samþykkt

Fjörutíu ný COST verkefni hafa verið samþykkt. Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir. 

Lesa meira

30.11.2015 : Vel heppnað afmælisþing!

Góður rómur var gerður að afmælisþingi sem Rannís stóð fyrir fimmtudaginn 26. nóvember sl. Gestum gafst kostur á að skyggnast inn í heim rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar, rifja upp söguna og horfa til framtíðar í máli og myndum.

Lesa meira

25.11.2015 : Sesselja Ómarsdóttir og Egill Skúlason hljóta Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2015

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent á sérstöku afmælisþingi Rannís fimmtudaginn 26. nóvember, en um þessar mundir eru 75 ár síðan Rannsóknaráð Íslands var stofnað með lögum árið 1940. Á þessum tímamótum var farið yfir söguna og hlutverk Rannís í dag, auk þess sem tveir ungir vísindamenn hlutu Hvatningarverðlaunin.

Lesa meira

20.11.2015 : Kynning á H2020 áætlun um umhverfi, loftslagsmál og auðlindir

Miðvikudaginn 2. desember  kl. 14:00 – 16:00 verður kynning á einni af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins, Umhverfi, loftslagsmál og auðlindir.  Kynningin verður í fundarsal á 6. hæð, Borgartúni 30.

Lesa meira

16.11.2015 : Sögulegt afmælisþing!

Um þessar mundir eru 75 ár frá því að Rannsóknaráð ríkisins var sett á stofn með lögum árið 1940. Í sögulegu samhengi eru Rannís og Vísinda- og tækniráð beinir arftakar þess hlutverks sem ráðið var stofnað til í upphafi.

Lesa meira

13.11.2015 : Verkefnastyrkir NordForsk á sviði samfélagslegs öryggis

NordForsk hefur sent út tilkynningu um opið kall eftir umsóknum í tengslum við áætlun um samfélagslegt öryggi. Opnað hefur verið fyrir umsókniren skilafrestur umsókna verður 15. mars 2016.

Lesa meira

13.11.2015 : Úthlutun úr vinnustaðanámssjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar úthlutað styrkjum til vinnustaðanáms fyrir haustið 2015.

Lesa meira

10.11.2015 : Kynningarfundur á Akureyri um Tækniþróunarsjóð, skattfrádrátt og Horizon 2020

Miðvikudaginn 18.nóvember nk. kl. 13:00 stendur Rannís fyrir kynningu í Háskólanum á Akureyri, á styrkjum sem stofnunin hefur umsýslu með. Annarsvegar verða styrkir Tækniþróunarsjóðs kynntir sem og skattfrádráttur til fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Hinsvegar verður boðið uppá almenna kynningu á Horizon2020 sem er rannsóknaráætlun Evrópusambandsins.

Lesa meira

10.11.2015 : Átak í starfsmenntun

Miðvikudaginn 25. nóvember 2015 munu Menntamálastofnun og Rannís standa að fundi undir yfirskriftinni: Átak í starfsmenntun  - starfsgreinaráðin, skólarnir og stoðkerfið. Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand hótel, Reykjavík.

Lesa meira

10.11.2015 : SME week - ráðstefna um frumkvöðla og fjármagn

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofa, Rannís, Hátækni- og sprotavettvangur, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarsjóður standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu um frumkvöðla og fjármagn í tilefni European SME Week. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica, þann 24. nóvember kl. 9-12.

Lesa meira

10.11.2015 : Auglýst eftir forumsóknum: Öndvegissetur innan norrænu áætlunarinnar um lífhagkerfið

Nordforsk auglýsir eftir umsóknum í tveimur þrepum um norræn öndvegissetur innan norrænu áætlunarinnar um lífhagkerfið. Stefnt er að því að styrkja þrjú öndvegissetur um 90 milljónir norskra króna. Umsóknarfrestur fyrir fyrra þrepið er 16. mars 2016.

Lesa meira

4.11.2015 : Kynning á orkuáætlun Horizon 2020

Fimmtudaginn 19. nóvember nk. stendur Rannís í samstarfi við Iceland Geothermal og GEORG fyrir kynningarfundi um nýja Orkuáætlun Horizon 2020. Farið verður yfir Horizon 2020 og þær rannsóknaáherslur sem finna má í nýrri áætlun fyrir árin 2016-2017. Einnig verða ný íslensk orkuverkefni kynnt sem fjármögnuð eru af áætluninni.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica