Vantar samstarfsaðila í evrópsk verkefni?

14.7.2011

CORDIS hefur opnað nýja vefsíðu þar sem hægt er að leita að samstarfsaðilum í evrópsk rannsóknaverkefni. Viðmótið hefur verið endurbætt og virkar nú svipað og vefsíður á borð við Facebook eða LinkedIn, sem flestir eru orðnir nokkuð flinkir í að nota.

Á CORDIS er nú hægt að skrá upplýsingar um stofnanir og einstaklinga á gagnvirkari hátt en áður með það að markmiði að finna samstarfsaðila um alla Evrópu og víðar um heiminn. 

Áhugasamir eru hvattir til að skoða síðuna og skrá sig hér: cordis.europa.eu/partners









Þetta vefsvæði byggir á Eplica