Fréttir: 2019

Verkidn-5496-2019-WEB_facebook-eventphoto

11.3.2019 : Mín framtíð 2019 - Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning

Dagana 14.-16. mars var framhaldsskólakynning haldin í Laugardalshöll samhliða Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Rannís kynnti þar starfsemi sína, m.a. Erasmus+, Farabara, Eurodesk og Europass.

Lesa meira
Nyskopunarverdlaun-forseta-islands

7.3.2019 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2019

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2019.

Lesa meira
Taeknithrounarsjodur-010419

5.3.2019 : Tækni­þróunar­sjóður hefur opnað fyrir umsóknir í Fyrirtækja­styrkinn - Fræ

Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni.

Lesa meira
Starfslaunasjodur-sjalfstaett-starfandi-fraedimanna

1.3.2019 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um starfslaun í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, fræðigreina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku.

Lesa meira
Nkinverska_1550755752113

21.2.2019 : Kynningarfundur: Sjöunda Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Rannís boðar til kynningarfundar föstudaginn 1. mars, kl. 11:00-12:00, í húsnæði Rannís, Borgartúni 30, 1. hæð. Á fundinum verður kynning á sjöundu Norrænu-kínversku norðurslóðaráðstefnunni sem haldin verður í Shanghai, 8.-9. maí 2019.

Lesa meira
Markaaetlun

19.2.2019 : Markáætlun í tungu og tækni - úthlutun

Stjórn Markáætlunar í tungu og tækni ákvað á fundi sínum 15. febrúar sl. að styrkja sex verkefni á sviði tungu og tækni um allt að 77 m. kr. í úthlutun áætlunarinnar fyrir styrkárið 2018. Alls bárust fimmtán umsóknir um styrk.

Lesa meira
Barnamsjodur-mynd

15.2.2019 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Barnamenningarsjóð

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Lesa meira
Nkinverska

7.2.2019 : Sjöunda Norræna-kínverska norður­slóða­ráðstefnan

Sjöunda Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Shanghai, 8.-9. maí 2019. Þar verður m.a. fjallað um fiskveiðar í Norður-Íshafi, Silkileið norðursins (Polar Silk Road) og sjálfbæra þróun á norðurslóðum.

Lesa meira
Andres-tekur-vid-keflinu

7.2.2019 : Ísland tekur við stjórn Nordplus menntaáætlunarinnar

Ísland hefur tekið við stjórn Nordplus menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar næstu þrjú árin. Rannís mun sjá um rekstur aðalskrifstofunnar fyrir Nordplus áætlunina þann tíma sem Ísland heldur um stjórnartaumana, en Rannís hefur rekið landskrifstofu Nordplus á Íslandi frá 2013.

Lesa meira
Innvidasjodir-2

4.2.2019 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði, en hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2019, kl. 16:00.

Lesa meira
Nyskopunarverdlaun-forseta-islands

4.2.2019 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2019

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, miðvikudaginn 6. febrúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna sl. sumar. Stjórn sjóðsins hefur valið fimm öndvegisverkefni sem unnin voru sumarið 2018 en aðeins eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin.

Lesa meira
Erasmus-

4.2.2019 : Hvaða áhrif hefur Brexit á þátttöku í Erasmus+?

Bretland gengur úr Evrópusambandinu 29. mars 2019 en ekki er að fullu ljóst hvernig útgöngunni verður háttað. Eftir að útgöngusamningur bresku ríkisstjórnarinnar var felldur í þinginu þann 15. janúar hafa líkur aukist á því að Bretar fari úr sambandinu án samnings (svokallað hart Brexit). Af því tilefni hefur ESB gefið út áætlun um útgöngu án samnings sem snýr meðal annars að framkvæmd Erasmus+ eftir 29. mars. 

Lesa meira
Tonlistarsjodur

1.2.2019 : Tónlistarsjóður - fyrri úthlutun 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil ársins 2019 (1. janúar – 1. júlí).

Lesa meira
Hljodritasjodur

31.1.2019 : Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og þannig er stutt við nýsköpun hennar. 

Lesa meira
IMG_7289_1548856845609

30.1.2019 : Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra í Rannís

Lilja Alfreðsdóttir mennta- menningarmálaráðherra heimsótti stofnunina á dögunum og fræddist um fjölbreytta starfsemi Rannís og vinnu sem er á lokastigum við mótun stefnu stofnunarinnar til ársins 2025.

Lesa meira
Aeskulydssjodur

29.1.2019 : Auglýst er eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 15. febrúar 2019 kl. 16:00

Lesa meira
Framadagar-2019-logo

23.1.2019 : Rannís á Framadögum

Rannís tekur þátt í Framadögum í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 24. janúar frá kl.10.00-14.00. 

Þar munu starfsmenn Rannís meðal annars kynna Erasmus+, Europass, Farabara, Tækniþróunarsjóð og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Verið velkomin!

Lesa meira
Taeknithrounarsjodur-og-samtok-idnadarins-kynning-jan-2019

21.1.2019 : Samtök iðnaðarins og Rannís boða til kynningarfundar um Tækniþróunarsjóð

Fundurinn verður haldinn í dag fimmtudaginn 24. janúar kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð.

Lesa meira
Taeknithrounarsjodur_135x219-Dagskra-uin-janu-uar2019

21.1.2019 : Tækniþróunarsjóður heldur kynningarfund í Háskólanum á Akureyri

Fundurinn verður haldin í sal N102 miðvikudaginn 23. janúar kl. 12.00-13.30

Lesa meira
Merki fyrir EES styrki

17.1.2019 : Kynning á tækifærum Uppbyggingarsjóðs EES

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 10:00-11:00 verður haldinn kynningarfundur vegna tækifæra í nýjum áætlunum Uppbyggingarsjóðs EES. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Rannís, Borgartúni 30, 3. hæð í samstarfi við utanríkisráðuneytið. 

Lesa meira
Photo-for-news-article-on-Call-2019_Nordplus

12.1.2019 : Nordplus auglýsir eftir umsóknum

Opið er fyrir umsóknir um styrki í Nordplus áætluninni. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2019 eru stafræn hæfni og gervigreind. Umsóknafrestur er til 1. febrúar 2019.

Lesa meira
Launasjodur-listamannalauna

11.1.2019 : Úhlutun listamannalauna 2019

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2019. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Lesa meira
Atvinnuleikhopar_1547212938856

11.1.2019 : Úthlutun styrkja til atvinnu-leikhópa 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2019. Alls bárust 86 umsóknir frá 81 atvinnuleikhópi og sótt var um ríflega 469  milljónir króna.

Lesa meira
Rannsoknasjodur_1547132675821

10.1.2019 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2019

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2019. Alls bárust 359 gildar umsóknir í Rannsókna­sjóð að þessu sinni og var 61 þeirra styrkt eða um 17% umsókna.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

4.1.2019 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2019, kl. 16:00.

Lesa meira

3.1.2019 : Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina felldur niður

Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina sem áætlaður var mánudaginn 7. janúar n.k. hefur verið felldur niður vegna lítillar þátttöku.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica