Fréttir: 2019

Sumarlokun-2019-og-2018

12.7.2019 : Sumarlokun skrifstofu Rannís

Skrifstofa Rannís verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 9. ágúst. Við opnum aftur mánudaginn 12. ágúst.

Lesa meira
TS-logo

12.7.2019 : Ný stjórn Tækniþróunarsjóðs

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur skipað nýja stjórn Tækniþróunarsjóðs.

Lesa meira
Evropumerkid

12.7.2019 : Evrópumerkið árið 2019

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningar­málaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumála­námi og tungumálakennslu 

Lesa meira
Baekur-bokasjodur

11.7.2019 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stuðning við útgáfu bóka

Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku

Lesa meira
Horizon-2020-logo-2

10.7.2019 : Síðustu vinnuáætlanir Horizon 2020 birtar

Vinnuáætlanir Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB hafa nú verið birtar fyrir allar undiráætlanir, með nýjustu breytingum fyrir tímabilið 2019-2020. 

Lesa meira

1.7.2019 : Raunfærnimat á háskólastigi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Rannís hófu nýverið þátttöku í nýju Erasmus+ verkefni, sem ber heitið Recognition of Prior Learning (RPL) in Practice. Stjórn verkefnisins er í höndum Swedish Council for Higher Education (UHR) en einnig eiga aðild að því stofnanir í Austurríki, Írlandi, Króatíu og Belgíu.


Lesa meira

28.6.2019 : Tónlistarsjóður - seinni úthlutun 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir seinna tímabil ársins 2019 (1. júlí – 31. desember). 

Lesa meira
NOS-HS-frett

25.6.2019 : Námskeið: að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon 2020

Föstudaginn 30. ágúst 2019 verður haldið hálfsdags námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon 2020 og Horizon Evrópu.  

Lesa meira

19.6.2019 : Úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2019

Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2019, en umsóknarfrestur rann út 21. maí síðastliðinn. 

Lesa meira
EEA-grants

18.6.2019 : Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir Uppbyggingassjóðs EES í samstarfi við Portúgal í flokknum "Blue Growth" – viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki í bláa hagkerfinu.

Lesa meira
Erasmus+ styrkhafar ásamt starfsmönnum Rannís

14.6.2019 : 550 milljónum króna úthlutað í Erasmus+ náms- og þjálfunarstyrki

Aldrei hefur verið úthlutað eins miklu fjármagni og í ár og er heildarupphæðin 10% hærri en árið 2018. Úthlutað var til 48 fjölbreyttra verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.

Lesa meira

7.6.2019 : Opnað fyrir þátttöku í 40 nýjum COST verkefnum

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir. Hægt er að nálgast upplýsingar og bækling með nýjum verkefnum hér að neðan.

Lesa meira
Vorfundur_t_2019

6.6.2019 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2019

Árlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs var haldinn í Iðnó fimmtudaginn 6. júní kl. 15:00-18:00 undir yfirskriftinni: Hringrásarhagkerfið - sjálfbær nýsköpun.

Lesa meira
RussiaToIceland

3.6.2019 : Frá Arkhangelsk til Akureyrar

Vísindavika norðurslóða (Arctic Science Summit Week 2019) var haldin í Arkhangelsk í Rússlandi 22.-30. maí síðastliðinn og tóku meira en 400 vísindamenn frá 26 löndum þátt í henni, þar af um 10 frá Íslandi.

Lesa meira
Skjaldarmerki

31.5.2019 : Óskað eftir tilnefningum í stjórn Rannsóknasjóðs

Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs óskar eftir ábendingum um einstaklinga í stjórn Rannsóknasjóðs og/eða Innviðasjóðs. Stjórnarmenn þurfa samkvæmt lögum að hafa reynslu og staðgóða þekkingu á vísindarannsóknum. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 11. júní 2019.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

29.5.2019 : Tækniþróunarsjóður úthlutar 550 milljónum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla

Á vormisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 44 verkefna að ganga til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir allt að 550 milljónir króna.

Lesa meira
Laerer-med-boern_bannertitle-002-Nordplus-uthlutun

29.5.2019 : Nordplus úthlutun 2019

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast á árinu 2019. Ákveðið var að styrkja 374 umsóknir fyrir 10.1 milljón evra. Alls bárust um 503 umsóknir og sótt var um 21.3 milljón evra sem er meira en tvöfalt það sem Nordplus hefur til úthlutunar.

Lesa meira
Call-for-missions-11-June-2019

27.5.2019 : Óskað eftir fulltrúum í stjórnir markáætlana Horizon Europe

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað fyrir tilnefningar fulltrúa í stjórnir nýrra markáætlana, sk. missions, sem eru ein af nýjungunum í næstu rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe (2021-2027). Eru íslenskir aðilar úr vísinda- og fræðasamfélaginu, jafnt sem úr atvinnulífinu, hvattir til að sækja um.

Lesa meira
Barnamsjodur-mynd

26.5.2019 : Barnamenningarsjóður Íslands - úthlutun 2019

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir hefur samþykkt tillögu stjórnar Barnamenningarsjóðs Íslands um styrkveitingar fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl sl. og bárust 108 umsóknir. Sótt var um ríflega fjórfalda þá upphæð sem til skipta var. Samþykkt var að veita 36 styrki að heildarupphæð 97,5 milljónir kr. Fimm manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar. Tilkynnt var um úthlutun við athöfn í Alþingishúsinu á degi barnsins, sunnudaginn 26. maí.

Lesa meira
Vaxtarsprotinn-2019

26.5.2019 : Vaxtarsproti ársins er Carbon Recycling International

Fyrirtækið Carbon Recycling International hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, afhenti Vaxtarsprotann á dögunum í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

Lesa meira
Horizon-Europe-structure_1559125147683

20.5.2019 : Undirbúningur Horizon Europe kominn á fullt

Næsta rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, er óðum að taka á sig mynd. Tillögur framkvæmdastjórnar hafa nú verið ræddar í Evrópuþinginu og ráðherraráðinu og er komið að því að aðildarlöndin komi að stefnumótun áætlunarinnar. Þar er EES löndunum, þ.m.t. Íslandi, boðið að vera með frá upphafi. 

Lesa meira
Fyrirtækjastyrkur Fræ

16.5.2019 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Tækniþróunarsjóði í styrktarflokknum Fræ 2019. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl 2019.

Lesa meira
Arskyrsla-2018-formynd

16.5.2019 : Ársskýrsla Rannís 2018 er komin út

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2018 er komin út á rafrænu formi. Í henni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar.

Lesa meira
Kvenno2

15.5.2019 : Umhverfis landið á 80 dögum

Nám erlendis krefst undirbúnings hvort sem um er að ræða skiptinám, starfsþjálfun eða fullt nám til gráðu. Samt sem áður vill það verða svo að þegar nemendur ljúka stúdentsprófi eru þeir ekki að fullu meðvitaðir um þann heim af tækifærum sem standa þeim til boða erlendis í framhaldinu. Þess vegna hefur Rannís hafið kynningarherferð sem miðar að því að auka vitund ungs fólks um leiðir til að fá alþjóðlega reynslu á háskólstiginu. 

Lesa meira

14.5.2019 : Hljóðritasjóður - fyrri úthlutun 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um fyrri úthlutun úr sjóðnum 2019. Umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. 

Lesa meira
Starfslaunasjodur

10.5.2019 : Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2019, en umsóknarfrestur rann út 2. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
Nordurskautsmynd-augl-2019

8.5.2019 : Vinnusmiðjur um stefnumótun fyrir norðurslóðir

Dagana 8. til 9. október 2019 verða haldnar vinnusmiðjur um nauðsyn á stefnumótun fyrir norðurslóðir hjá Rannís í Borgartúni 30, Reykjavík.

Lesa meira
NOS-HS-frett

6.5.2019 : Styrkir til að halda vinnustofur innan hug- og félagsvísinda

Auglýst er eftir umsóknum í NOS-HS, sem er samstarf í hug- og félagsvísinum. Næsti umsóknafrestur er til 3. júní 2019. 

Lesa meira

6.5.2019 : Óskað eftir tilnefningum fyrir Vaxtarsprotann 2019

Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannís. Tilnefningar má senda til 9. maí næstkomandi.

Lesa meira

2.5.2019 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2020

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, 20. júní 2019.

Lesa meira

2.5.2019 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2019

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2019. 

Lesa meira
Jafnréttissjóður Íslands

26.4.2019 : Kynningarfundur um starfsemi og viðfangsefni Jafnréttissjóðs Íslands

Rannís og stjórn Jafnréttissjóðs Íslands boða til kynningarfundar um starfsemi og viðfangsefni sjóðsins, fimmtudaginn 2. maí 2019 kl. 16:00-17:00.

Lesa meira
Jafnréttissjóður

16.4.2019 : Opið fyrir umsóknir um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands

Rannís lýsir eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 20. maí 2019, kl. 16:00.

Lesa meira
Uppbyggingasjodur-EES-vinnustofa

15.4.2019 : Tækifæri og styrkir fyrir fyrirtæki í nýsköpun

Vinnustofa um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu verður haldin á vegum Uppbyggingasjóðs EES, miðvikudaginn 24. apríl kl. 8:30-11:30 hjá Íslandsstofu að Sundagörðum 2.

Lesa meira

3.4.2019 : Jules Verne, vísinda- og tæknisamstarf Íslands og Frakklands

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfssamningsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins

Lesa meira
Vinnustadanamssjodur

2.4.2019 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Vinnustaðanámssjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð og er umsóknarfrestur til 19. nóvember 2019, kl. 16:00.

Lesa meira
Tonlistarsjodur

29.3.2019 : Opið fyrir umsóknir um styrki úr Tónlistarsjóði

Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 2019 kl. 16.00.

Lesa meira
Erasmus-

29.3.2019 : Tilkynning til Erasmus+ styrkþega vegna WOW air

Verkefnastjórar og einstaklingar sem hlotið hafa styrk úr Erasmus+ áætluninni skipuleggja sjálf sínar ferðir, hvort sem um er að ræða verkefni um nám og þjálfun eða samstarfsverkefni. 

Lesa meira
Sigrun-astros-mynd

28.3.2019 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Umsóknarfrestur er 3. maí 2019 til kl. 16:00. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica