Rannís opnar nýja úthlutunarsíðu

17.9.2011

Rannís hefur hleypt af stokkunum nýrri úthlutunarsíðu undir heimasíðu stofnunarinnar, sem hefur að geyma upplýsingar úr samkeppnissjóðum frá 2004.

Um er að ræða heilstætt yfirlit yfir úthlutanir úr sjóðum í umsýslu Rannís með fjölmörgum leitarmöguleikum. Meðal annars er hægt að leita eftir upplýsingum eftir árum, styrkþegum, stofnunum og fyrirtækum svo dæmi séu nefnd. Mögulegt er að skilyrða leit við einstaka sjóði eða leita öllum sjóðum í umsýslu Rannís í sömu leitinni. Notendum gefst enn fremur færi á að færa leitarniðurstöður yfir í Excel eða prenta þær út.

Vinna við síðuna hófst í vor og er fyrsta skrefið í átt að því að færa allar upplýsingar um úthlutanir úr sjóðum auk upplýsinga um aðra þjónustu sem Rannís veitir yfir í gagnagrunn og gera þær um leið aðgengilegar notendum.

Hér er tengill í nýju úthlutunarsíðuna.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica