Íslenskir vísindamenn umfangsmiklir á alþjóðavettvangi

27.9.2011

Bandaríska vísindaritið  Nature Genetics hefur að undanförnu forbirt ( advance online publication) 23 vísindagreinar á heimasíðu sinni, þ.e.a.s. greinar sem munu rata inn í næstu prentun tímaritsins. Af þessum 23 greinum tengjast íslenskir vísindamenn 6 greinum eða um fjórðungi allra greina í forbirtingu að þessu sinni. Meðal höfunda má nefna Vilmund Guðnason og rannsóknarhóp hans á Hjartavernd og Kára Stefánsson og rannsóknarteymi hans hjá Íslenskri erfðagreiningu. Nature Genetics er í hópi virtustu vísindarita heims og þar fást aðeins birtar greinar að undangengnu ströngu jafningjamati. Ritstjórn tímaritisins velur svo sérstaklega þær greinar sem hún telur eiga erindi í forbirtingu en þangað rata aðeins þær greinar sem taldar eru eiga brýnt erindi við lesendur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica