Stefna varðandi stöðu og möguleika í heilbrigðisrannsóknum á Norðurlöndum

30.9.2011

NOS-M hefur gefið út stefnuskjal, eða "white paper" um stöðu og möguleika í rannsóknum á heilbrigðissviði á Norðurlöndunum.

Í skýrslunni, sem nálgast má hér:  Present Status and Future Potential for Medical Research in the Nordic Countries eru tilgreind svið þar sem talið er að aukin norræn samvinna myndi styrkja stöðu landanna varðandi það að mæta helstu áskorununum á sviði heilbrigðismála á næstu árum, svo sem auknum fjölda aldraðra í samfélaginu, nýjum lífsstílssjúkdómum, ýmsum flóknum siðferðisspurningum varðandi notkun nýrrar tækni og félagslega mismunun þegar kemur að heilbrigðisþjónustu.

Í stefnunni eru tiltekin sérstaklega tvö svið heilbrigðisrannsókna þar sem Norðurlöndin hafa ákveðið forskot og tækifæri til að komast í fremstu röð; í gagnagrunnum tengdum lífsýnum og heilsufarsskráningum annars vegar og klínískum rannsóknum hins vegar.

Einnig koma fram upplýsingar um hvernig hægt er að nýta norræna samvinnu til að bæta almenn gæði á sviði heilbrigðisvísinda sem mun gagnast íbúum Norðurlandanna til langs tíma litið, sér í lagi hvað varðar bætta heilbrigðisþjónustu í framtíðinni.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica