Ný útgáfa: Rannsóknir og þróun á Íslandi 2011

12.10.2011

Rannís hefur nú gefið út nýjustu útgáfu tölfræðikversins Rannsóknir og þróun á Íslandi 2011.

Markmið útgáfunnar er að afla reglulega gagna um rannsóknir, þróun og nýsköpun og skylda þætti, sem geta gefið yfirlit yfir þróun þessara mála hér á landi og samanburð vð önnur lönd. Að þessu sinni var upplýsingum safnað hjá um 500 fyrirtækjum. Auk þess var gagna aflað hjá öllum stofnunum sem stunda rannsóknir og þróun.

Hægt er að nálgast útgáfuna í prentaðri útgáfu á skrifstofu Rannís, auk þess sem hún verður send út til helstu hagsmunaaðila.

Rafræna útgáfu á pdf formi má nálgast hér.

Bæklingurinn er líka til á ensku, hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica