Sterk staða Íslands í rannsóknum og nýsköpun

17.10.2011

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í sumar út sk. Innovation Union Competitiveness Report 2011 þar sem er að finna yfirlit yfir stöðu Evrópuríkja í rannsóknum, þróun og nýsköpun.

Samantekt um stöðu Íslands er að finna í sérstökum kafla um landið á bls. 107-114. Þar kemur fram að Ísland þykir standa sig einstaklega vel í rannsóknum og nýsköpun í samanburði við önnur lönd Evrópu og þegar kemur að sókn í evrópska rannsóknasjóði erum við í einu af efstu 5 sætunum. Hér er tengill þar sem nálgast má ritið á pdf formi.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica