Vel heppnuð ráðstefna um gæðamál háskóla

21.10.2011

Góð þátttaka var á ráðstefnu um gæðamál háskóla sem fram fór þriðjudaginn 18. október síðastliðinn. Þar var kynnt ný rammaáætlun um eflingu gæða í starfi háskóla en Svandís Svavarsdóttir menntamálaráðherra flutti  ávarp  í tilefni þess að áætluninni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Hátt í annað hundrað manns sóttu ráðstefnuna en erindi fluttu Þórólfur Þórlindsson prófessor við Háskóla Íslands og Ronald Piper aðstoðarrektor St. Andrews-háskólans í Skotlandi. Enn fremur kynntu Norman Sharp, formaður Gæðaráðs háskóla, og Magnús Lyngdal Magnússon, ritari ráðsins, helstu þætti hinnar nýju rammaáætlunar. Hljóðupptaka frá ráðstefnunni ásamt glærum fyrirlesara verða birtar á heimasíðu Gæðaráðsins á næstu dögum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica