Akademískt öndvegi – uppbygging rannsóknarháskóla í fremstu röð

23.10.2011

Uppbygging rannsóknarháskóla í fremstu röð er mun flóknara ferli en margir gera ráð fyrir. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur gefið út.

Skýrsluhöfundar telja að til að ná árangri í rannsóknum sé skýr þörf sé á forgangsröðun og oft sé auðveldara að koma af stað nýjum háskólum með það að markmiðið að efla rannsóknir fremur en að reyna að breyta áherslum í eldri stofnunum. Telja höfundar að ef rétt sé að málum staðið í öndverðu hvað varðar stjórnskipulag, áherslur og fjármuni megi byggja upp öflugan rannsóknarháskóla á tveimur til þremur áratugum. Skýrsluhöfundar benda enn fremur á að öflugir rannsóknarháskólar starfi ekki í tómarúmi, heldur sé samstarf einn af lykilþáttum í starfsemi þeirra.

Skýrsluna má nálgast  hér (ókeypis í PDF-útgáfu).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica