Minnum á kynningarfund um upplýsingatækniáætlanir ESB

27.10.2011

Upplýsingatækni - Styrkir til rannsókna og nýsköpunar 
Kynningarfundur á Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 9-11. Morgunverður í boði fyrir gesti frá kl. 8:45. Munið að skrá ykkur á rannis@rannis.is.

Rannís, Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands og Enterprise Europe Network efna til kynningarfundar á tækifærum innan 7. rannsóknaáætlunar og Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB til styrkja á sviði upplýsingatækni

Dagskrá:

  • Tækifæri til rannsókna og nýsköpunar á sviði upplýsingatækni innan 7.rá og CIP PSP
    Morten Möller, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB
  • Horizon 2020, næsta rannsóknaáætlun ESB og Connecting Europe Facility
    Morten Möller, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB

Fundarstjóri: Sigurður Björnsson, Rannís

Vinsamlega tilkynnið þátttöku með tölvupósti í rannis@rannis.is

Miðvikudaginn 2. nóvember verður boðið upp á sérstaka viðtalstíma kl. 13-16 fyrir þá sem vilja ræða verkefnishugmyndir sínar og möguleika í 7.rá. Viðtölin fara fram hjá Rannís, Laugavegi 13.

Áhugasamir geta pantað tíma hjá Rannís í síma 515 5800 eða á rannis@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica