Viðurkenning fyrir nýsköpun í opinberum rekstri

3.11.2011

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli fékk nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri 2011 og þrjár aðrar stofnanir fengu viðurkenningu á ráðstefnu um nýsköpun í opinberum rekstri, sem haldin var 3. nóvember.

Á ráðstefnunni var einnig opnaður nýr  vefur um nýsköpun í opinberum rekstri

Steingrímur J Sigfússon, fjármálaráðherra efhenti nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri á ráðstefnu sem bar yfirskriftina  Nýsköpun í opinberum rekstri - Nýjar lausnir við nýjum áskorunum á Grand hótel Reykjavík. Þar voru m.a. 18 verkefni sem voru tilnefnd til nýsköpunarverðlauna kynnt í örfyrirlestrum, en 40 tilnefningar bárust frá 24 opinberum stofnunum til nýsköpunarverðlauna. Öll tilnefnd verkefni má sjá á  nýja vefsvæðinu , en  vefurinn var opnaður á ráðstefnunni,en hann er sérstaklega hugsaður fyrir starfsmenn opinberra stofnana til að stuðnings viði þróun nýsköpunarverkefna.

Verkefnin voru af ólíkum toga, m.a. á sviði rafrænna lausna, breyttra samskiptaforma, beitingu nýrra aðferða til að hafa samráð við starfsmenn, skjólstæðinga og almenning, þróun nýrrar tækni eða nýrra afurða og nýjar stjórnunaraðferðir. Öll bera þess vitni að nýsköpun er stunduð í ríkum mæli í opinberum stofnunum og að hugkvæmni og sköpunargleði er beitt til að leysa verkefni samfélagsins sem eru á höndum opinberra aðila með nýstárlegum, hagkvæmum og árangursríkum hætti.

Dómnefndin hafði m.a. til hliðsjónar við mat sitt á tilnefndum nýsköpunarverkefnum þætti eins og nýbreytni, almannagildi, áhrif á viðkomandi starfsemi og möguleika á eftirbreytni fyrir aðrar stofnanir.Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnanefnd umdæmisins hlutu Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri 2011 vegna verkefnisins: Skipulag rýminga vegna jökulhlaupa sem fylgja eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli. Samstarf íbúa og almannavarnayfirvalda.

Verkefnið felur í sér að gera viðbúnaðar- og rýmingaráætlun vegna yfirvofandi náttúruvá af völdum eldsumbrota í Kötlu og Eyjafjallajökli í samstarfi íbúa og almannavarnayfirvalda.

Í umsögn dómnefndar segir m.a. eftirfarandi:" Notuð var ný og árangursrík aðferð til að leita samráðs við borgarana, fá hugmyndir og byggja upp samvinnu við þá til að bregðast við yfirvofandi umhverfisvá. Það skilaði sér í aukinni samábyrgð og valdeflingu borgaranna við að leysa vandasamt og flókið verkefni. Verkefnið mætti þörfum skilgreinds hóps sem skilaði góðum árangri þegar á reyndi og skipti þá miklu máli.

http://www.nyskopunarvefur.is/








Þetta vefsvæði byggir á Eplica