Horizon 2020 kynnt á Íslandi

23.1.2012

Brendan Hawdon, deildarstjóri hjá vísindaskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB (DG Research) kynnti Horizon 2020 fyrir hagsmunaaðilum á Íslandi þann 18. janúar sl. Hér má nálgast kynningu Brendan Hawdon á Horizon 2020.


Þann 30. nóvember 2011 kynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögur sínar um nýja rammaáætlun fyrir rannsóknir og nýsköpun 2014-2020, sem nefnist á ensku "Horizon 2020 -Framework Programme for Research and Innovation in the European Union".

Markmið Horizon 2020  er að auka samkeppnishæfni Evrópu og skapa störf og stuðla að því að fleiri góðar hugmyndir komist á markað. Horizon 2020  endurspeglar grundvallarmarkmið Evrópu 2020 áætlunar ESB um að styðja sjálfbæran hagvöxt í Evrópu. Áætlunin verður máttarstólpi Nýsköpunarsambandsins (e. Innovation Union) sem er eitt af sjö flaggskipum ESB.

Nýja áætlunin sameinar undir einum hatti 7. rannsóknaáætlun ESB (7RÁ), nýsköpunarhluta samkeppnisáætlunar ESB (CIP) auk þess að fjármagna Evrópsku nýsköpunar- og tæknistofnunina (EIT)

Nánar um Horizon 2020 áætlunina hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica