Örtæknirannsóknir vísindamanna við Háskóla Íslands vekja athygli víða um heim

14.4.2012

Örtæknirannsóknir vísindamanna við Háskóla Íslands vekja athygli víða um heim Frá árinu 2005 hefur átt sér stað mikil uppbygging í örtæknirannsóknum við Háskóla Íslands, meðal annars með stuðningi markáætlunar um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni, Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs auk erlendra samkeppnissjóða. Tíu verkefnisstjórar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands hafa tengst þessum rannsóknum - bæði á kennilegum vettvangi sem og í tilraunavísindum - í samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki um allan heim. Fjöldi framhaldsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands hefur unnið að verkefnum sínum á sviði örtækni, rannsóknirnar hafa aflað skólanum tveggja öndvegisstyrkja úr Rannsóknasjóði. 

Á tímabilinu frá 2005 hafa viðkomandi verkefnisstjórar birt yfir 200 greinar og yfirlitsgreinar í alþjóðlegum ritrýndum (ISI) tímaritum. Tilvitnanir í þessar greinar sem skráðar eru í ISI gagnagrunninn (Web of Science) telja nú yfir 2000.  Fjöldi greina hefur birst í virtustu fræðatímaritum á viðkomandi sviðum, til að mynda Nature Photonics, Angewandte Chemie, Physical Review Letters, PCCP, Applied Physics Letters, o.s.frv.

Mynd (Web of Knowledge): Fjöldi tilvísana í vísindagreinar útgefnar 2005-2012 þar sem vísindamenn sem tengjast örtæknikjarna Háskóla Íslands eru meðhöfundar. Hér eru taldir tíu vísindamenn við Háskóla Íslands sem tengjast hönnun, smíði, mælingum og líkanareikningum á nanóstrúktúrum (Kristján Leósson, Snorri Þ. Ingvarsson, Sveinn Ólafsson, Ivan Shelykh, Viðar Guðmundsson, Hannes Jónsson, Oddur Ingólfsson, Jón Tómas Guðmundsson, Hafliði P. Gíslason). 
Nánari upplýsingar á nálgast hjá Örtæknikjarna Háskóla Íslands, EON-rannsóknarhópnum, Reiknisetri í Raunvísindum og rannsóknarhópi Odds Ingólfssonar. 

Meðal þeirra sem hafa stutt við bakið á uppbyggingunni eru markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni, Rannsóknasjóður og Tækjasjóður auk erlendra samkeppnissjóða. Tíu verkefnisstjórar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands hafa tengst þessum rannsóknum - bæði á kennilegum vettvangi sem og í tilraunavísindum - í samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki um allan heim. Fjöldi framhaldsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands hefur unnið að verkefnum sínum á sviði örtækni, rannsóknirnar hafa aflað skólanum tveggja öndvegisstyrkja úr Rannsóknasjóði. Á tímabilinu frá 2005 hafa viðkomandi verkefnisstjórar birt yfir 200 greinar og yfirlitsgreinar í alþjóðlegum ritrýndum (ISI) tímaritum. Tilvitnanir í þessar greinar sem skráðar eru í ISI gagnagrunninn (Web of Science) telja nú yfir 2000.  Fjöldi greina hefur birst í virtustu fræðatímaritum á viðkomandi sviðum, til að mynda Nature Photonics, Angewandte Chemie, Physical Review Letters, PCCP, Applied Physics Letters, o.s.frv.

 

Nano

Mynd (Web of Knowledge): Fjöldi tilvísana í vísindagreinar útgefnar 2005-2012 þar sem vísindamenn sem tengjast örtæknikjarna Háskóla Íslands eru meðhöfundar. Hér eru taldir tíu vísindamenn við Háskóla Íslands sem tengjast hönnun, smíði, mælingum og líkanareikningum á nanóstrúktúrum (Kristján Leósson, Snorri Þ. Ingvarsson, Sveinn Ólafsson, Ivan Shelykh, Viðar Guðmundsson, Hannes Jónsson, Oddur Ingólfsson, Jón Tómas Guðmundsson, Hafliði P. Gíslason).

Nánari upplýsingar á nálgast hjá Örtæknikjarna Háskóla Íslands, EON-rannsóknarhópnum, Reiknisetri í Raunvísindum og rannsóknarhópi Odds Ingólfssonar.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica