Opinn fundur 3. maí um tillögur að einföldun vísinda- og nýsköpunarkerfisins

30.4.2012

Síðari opni fundurinn um tillögur að einföldun vísinda- og nýsköpunarkerfisins verður haldinn fimmtudaginn 3. maí nk. kl. 15-17 í Norræna húsinu. Efni fundarins er fjármögnun og mat á árangri.

Þann 1. apríl 2011 ályktaði Vísinda- og tækniráð að fela starfsnefndum ráðsins að móta tillögur um einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu í samræmi við stefnu ráðsins 2010-2012, Byggt á styrkum stoðum og Ísland 2020. Starfsnefndirnar töldu að tillögurnar yrðu að hafa viðspyrnu í heildstæðri lýsingu á kerfinu öllu og í grundvallarendurskoðun á fjármögnun þess. Starfshópur innan ráðsins vann tillögur og drög að skýrslu í vetur í nánu samstarfi við nefndamenn, starfsmenn Rannís og ritara ráðsins, en ritstjóri skýrslunnar er Þorsteinn Gunnarsson.

Skýrslan var kynnt á fundi Vísinda - og tækniráðs þ. 23. mars sl. og í kjölfarið var hún sett í kynningu á vef ráðsins og Rannís og óskað eftir athugasemdum til 20. apríl, sjá:  http://vt.is/visinda&taeknirad/einfoldun-a-visinda--og-nyskopunarkerfinu/

Efnt er til tveggja opinna funda um skýrsludrögin, fimmtudagana 26. apríl og 3. maí n.k.


Tillögur um fjármögnun og mat á árangri


Fimmtudaginn 3. maí 2012 kl. 15:00-17:00 í Norræna húsinu. Kaffiveitingar frá kl. 14:30

Stutt inngangserindi:

Pétur Reimarsson
, varaformaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs
Magnús Tumi Guðmundsson
, prófessor Háskóla Íslands 
Ólafur G. Flóvenz
, forstjóri ÍSOR 
Rannveig Björnsdóttir
, dósent Háskólanum á Akureyri og fagstjóri Matís 
Edda Lilja Sveinsdóttir
, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis hf
Eggert Claessen
, framkvæmdastjóri Frumtak
Vilborg Einarsdóttir
, framkvæmdastjóri Mentor

Umræður

Fundarstjóri: Þórunn S. Jónsdóttir, tækninefnd Vísinda- og tækniráðs









Þetta vefsvæði byggir á Eplica