Rannsóknaþing Rannís 2012 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

29.5.2012

Rannsóknaþing verður fimmtudaginn 7. júní 2011 kl. 8.30-10.30 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift þingsins erMikilvægi alþjóðasamstarfs.

Á Rannsóknaþingi verða Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs afhent ungum vísindamanni sem þykir skara fram úr og vera líklegur til afreka í rannsóknum og nýsköpun í íslensku samfélagi. 

Morgunverður í boði fyrir þinggesti frá kl. 8:15.

Skrá þarf þátttöku á rannis@rannis.is


Dagskrá

8:30 Setning Rannsóknaþings 2012

8:40 Tækifæri í alþjóðlegu samstarfi
Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar og stjórnarformaður Nordforsk

9:00 Rannsóknaáætlanir ESB: Áhrif á Íslandi og leiðir til bættrar sóknar
Þórunn Rafnar, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu

9:15 Þátttaka Íslendinga í 6. og 7. rannsóknaáætlun ESB
Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís

9:30 Þeir fiska sem róa
Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís

9:40 Notum tækifærin, aukum sókn í erlenda sjóði
Ingileif Jónsdóttir prófessor, Háskóla Íslands, Landspítala og Íslenskri erfðagreiningu 

9:50 Öflugt alþjóðasamstarf í jarðvísindum - þarf meira til en Ísland? 
Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, Háskóla Íslands

10:00 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Freysteinn Sigmundsson gerir grein fyrir starfi dómnefndar. 
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir Hvatningarverðlaunin 2012.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica