Úthlutun úr Rannsóknarnámssjóði 2012

5.7.2012

Stjórn Rannsóknarnámssjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra verkefna fyrir árið 2012.

Að þessu sinni var 94,060 milljónum króna úthlutað til 17 verkefna. Í boði voru styrkir til bæði meistara- og doktorsverkefna. Samantektin hér að neðan miðast við gildar umsóknir.

Hér er tengill í yfirlit yfir styrkt verkefni

Hér er tengill í upplýsingar um umsóknir og tölfræði umsókna fyrir 2012

 


Heildarfjöldi umsókna

Umsóknarfrestur rann út 15. mars og bárust 135 gildar umsóknir í sjóðinn, 128 umsóknir um almennan styrk og sjö umsóknir um FS-styrk.  Af sóttum verkefnum komu 20 af sviði verkfræði, tækni og raunvísinda (15%), 30 af sviði náttúru- og umhverfisvísinda (22%), 35 af sviði  heilbrigðis- og lífvísinda (26%) og 50 af sviði félags- og hugvísinda (37%).

 

Meistaraverkefni
Alls bárust 27 umsóknir um styrk vegna meistaraverkefna, 20% af heildarfjölda umsókna. Veittir voru fimm styrkir til meistaraverkefna, fjórir almennir styrkir og einn FS-styrkur. Sótt var um 29 milljónir króna. Samanlögð upphæð veittra styrkja til meistaraverkefna er tæplega 3,9 milljónir króna eða 13,4% umbeðinnar upphæðar.

Doktorsverkefni
Alls bárust 108 umsóknir um styrk vegna doktorsverkefna, 80% af heildarfjölda umsókna. Veittir voru 12 styrkir til doktorsverkefna. Sótt var um tæplega 841,3 milljónir króna. Samanlögð upphæð veittra styrkja til doktorsverkefna er um 90,2 milljónir króna eða 10,7% umbeðinnar upphæðar.

Fagsvið styrktra verkefna
Af styrktum verkefnum koma tvö af sviði verkfræði, tækni og raunvísinda (11,8%), fjögur af sviði náttúru- og umhverfisvísinda (23,5%), fimm af sviði heilbrigðis- og lífvísinda (29,4%) og sex (35,3%) af sviði félags- og hugvísinda.

Kynjaskipting meðal umsækjenda og styrkþega
Af 135 umsækjendum voru 81 kona (60%) og  54 karlar (40%). Af 27 umsækjendum um styrki til meistaraverkefna voru 18 konur (66,7%) en 9 karlar (33,3%). Af 108 umsækjendum um styrki til doktorsverkefna voru 63 konur (58,3%) en 45 karlar (41,7%). Að þessu sinni voru alls veittir 17 styrkir, tíu runnu til kvenna (58,8%) og sjö styrkir til karla (41,2%). Af meistaraverkefnisstyrkjum komu þrír í hlut kvenna (60%) og  tveir í hlut karla (40%). Af doktorsverkefnastyrkjum komu sjö í hlut  kvenna (58,3%) og  fimm í hlut karla (41,7%). 

Aðsetur umsækjenda og styrkþega
Alls komu 80% umsókna frá nemendum við Háskóla Íslands;  84 umsóknir um styrk vegna doktorsnáms og 24 umsóknir um styrk vegna meistaranáms. Frá nemendum við Háskólann í Reykjavík bárust 10,4% umsókna; 12 umsóknir um styrk vegna doktorsnáms og tvær umsóknir um styrk vegna meistaranáms. Frá nemendum við erlenda háskóla bárust 8,1% umsókna; tíu umsóknir um styrk vegna doktorsnáms og ein umsókn um styrk vegna meistaranáms. Frá nemendum við Landbúnaðarháskóla Íslands bárust 1.5% umsókna; tvær um styrk vegna doktorsnáms.  Að þessu sinni voru 14 styrkir veittir nemendum sem stunda nám við Háskóla Íslands (82,4%). Tveir styrkir runnu til nemenda við erlenda háskóla (11,8%) og einn styrkur veittur  til nemanda við Háskólann í Reykjavík (5,9%).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica