Technopolis lýkur úttekt á Norska rannsóknaráðinu

11.9.2012

Kristin Halvorsen, ráðherra þekkingarmála í Noregi, tók við úttektarskýrslu frá Technopolis Group þann 10. september 2012. Fram kemur í skýrslunni að Norska rannsóknarráðið hefur þróast í takt við tímann.

Niðurstaða matsins er almennt jákvæð þó að fram komi þörf á að bæta gæði rannsóknarstarfsins. Áhersla er á að auk þverfaglegar rannsóknir og að bera þurfi kennsl á þörf fyrir nýja þekkingu. Síðasta úttekt á Norska rannsóknaráðinu fór fram árið 2002 en síðan þá hefur verið stofnuð miðstöð um rannsóknarknúða nýsköpun og umhverfisvæna orku, uppbygging á rannsóknarinnviðum hefur átt sér stað auk þess sem áhersla á stórar rannsóknaráherslur hefur verið aukin.

Í úttektinni er bent á að rannsóknaráðið þurfi að vinna markvisst að breytingum en árangur í framtíðinni byggir á að hugsa á nýjan hátt, vinna að breytingum á rannsóknarkerfinu og að þróa þverfaglegar rannsóknir.

Helstu tillögur til Norska rannsóknaráðsins eru að:

  • styrkja þekkingagrunn fyrir stenumótun í rannsóknum
  • styrkja þverfaglegar rannsóknir
  • þróa stuðningsaðgerðir sem fullnægja þörfum atvinnugreina og klasa
  • þróa stofnanauppbyggingu m.a. með því að framkvæma reglulegar úttektir
  • styrkja samráð um rannsóknir í ráðuneytunum
  • vinna skipulega að alþjóðastarfi

Þetta starf kallar á aukið fjármagn til rannsóknarsjóða og betri samræmingu og yfirsýn hvað varðar rannsóknastefnu.

Skýrslu Technopolis er að finna í þessum tengli









Þetta vefsvæði byggir á Eplica