Hugbúnaðarsérfræðingur óskast til starfa

18.9.2012

Rannís leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til starfa.

Starfið, sem er fullt starf, felst í forritun umsókna- og gagnagrunnskerfis fyrir Rannís. Unnið er í Spring Framework umhverfi (platforms) í SpringROO, Eclipse, Apache, ofl.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarfræða eða annað sambærilegt nám skilyrði
  • Þekking á Java forritun
  • Þekking á SQL
  • Reynsla af hugbúnaðargerð er kostur
  • Góð samskiptafærni áskilin
  • Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu

Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Björnsson, sviðstjóri tækni og nýsköpunarsviðs. Beinn sími 515 5801 eðasigurdur@rannis.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7. október 2012

Umsækjendur sendi rafræna umsókn með ferilskrá ásamt afriti af prófskírteini til Herdísar Þorgrímsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu, herdis@rannis.is. Í efnislínu er umsóknin auðkennd með: Starfsumsókn hugbúnaðarsérfræðingur.

Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda og tæknisamfélagsins.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica