Tækjasjóður verður Innviðasjóður

21.1.2013

Samþykkt var á Alþingi 20. desember 2012 breyting á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003. Breytingin fól meðal annars í sér að hlutverk Tækjasjóðs var víkkað út og nafni hans breytt í Innviðasjóð.

Um hlutverk Innviðasjóðs segir í lögunum:

Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum.

Verið er að uppfæra reglur sjóðsins til samræmis við nýtt hlutverk og verður umsóknarfrestur í Innviðasjóð auglýstur á heimasíðu Rannís þegar þeirri vinnu er lokið. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica