Hefur þú áhuga á að hafa áhrif á næstu rannsóknaáætlun ESB?

25.1.2013

Framkvæmdastjórn Evrópusambandins óskar eftir sérfræðingum í ráðgjafahópa sem ætlað er að móta innihald og áherslur í næstu rannsóknaáætlun ESB, Horizon 2020.

Markmiðið er að hvetja til aukins samráðs við hagsmunaaðila og sérfræðinga innan hvers fræðasviðs og munu fyrstu ráðgjafahóparnir taka til starfa vorið 2013. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin notar svo opna aðferð við að finna sérfræðinga til ráðgjafar og er þetta því kjörið tækifæri fyrir þá sem verða valdir til að hafa áhrif á mótun nýrrar rannsóknaáætlunar.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í fyrstu umferð ráðgjafahópanna, þurfa að senda inn umsókn (Expression of interest) fyrir 6. mars 2013.

Allar nánari upplýsingar um ráðgjafahópa Horizon 2020 og hvernig hægt er að sækja um, má nálgast á þessari slóð: Experts for Horizon 2020 Advisory Groups: Call for Expression of Interest. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica