Tækifæri í fullorðinsfræðslu - umsóknarfrestur nálgast

20.3.2013

Sjálfboðaliðaverkefni 50+- Senior volunteering projects (SVP):

Tvíhliða verkefni þar sem  stofnanir skiptast á 2-6 sjálfboðaliðum í a.m.k. 3 vikur fyrir 50 ára og eldri.
Umsóknarfrestur er til 28. mars 2013.

Styrkir til sjálfboðaliðaverkefna 50+, byggja á samstarfi við aðra evrópska stofnun og  tengist sérstöku þema, virkni eða markhópi. Sjálfboðaliðaskipti fara fram á milli heimastofnunar og samstarfslands. Stofnanir skiptast á sjálfboðaliðum eldri en 50 ára í 3-8 vikur og verkefnistími getur staðið yfir í allt aðr 2 ár.  Sjálfboðaliðar geta tekið þátt í ,,non-profit'' verkefnum, svo lengi sem nám fer þar fram.

Stofnanir sem sinna fullorðinsfræðslu eru gjaldgengar. Grundtvig styrkir ferðir og uppihald sjálfboðaliða
Verkefnið er á milli tveggja aðila frá tveimur mismunandi löndum í Evrópu
Sjálfboðaliðar taka þátt í ,,non-profit'' verkefni.


Aðstoðarkennarar - Grundtvig Assistantships (ASS):

Aðstoðarkennarar fá styrki frá sínu heimalandi til að starfa við íslenskar fullorðinsfræðslustofnanir og á sama hátt geta íslenskir þátttakendur, núverandi eða verðandi fullorðinsfræðslukennarar  sótt um styrki til að starfa við evrópskar fullorðinsfræðslustofnanir. Starfsþjálfun fullorðinsfræðslukennara byggir á viðveru í  3-8 mánuði .  Tækifæri sem vert er að skoða!!

Umsækjendur finni stofnun erlendis og staðfesting frá þeim fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur:  28. mars 2013.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica