Opið erindi: Bjarta hlið heilans

12.5.2013

Bjarta hlið heilans  -hvernig virkar hvíta svæðið?

Fimmtudaginn 16. maí kl. 16:10-17:10 á Hótel Plaza, Aðalstræti, Reykjavík

Dr. Ragnhildur Þóra Káradóttir frá Háskólanum í Cambridge heldur áhugavert erindi um upplýsingahraðbraut heilans og hvernig hægt er að lagfæra skemmdir af völdum ýmissa sjúkdóma. 

Heilinn skiptist í grátt og hvítt efni. Hvíta efnið er í raun uplýsingahraðbraut á milli gráu svæanna og tengir saman milljarða tauga sem sjá um upplýsingavinnslu hans og að tengingar séu hraðari en við getum numið, skynjað, séð eða hugsað. Andstætt gráa efninu getur hvíta efnið lagfært eigin skemmdir.

Erindið, sem fer fram á ensku, er í boði Rannís og NEURON verkefnisins sem er samstarf 14 Evrópulanda á sviði taugalíffræðirannsókna.

Fyrirlesturinn er ætlaður almenningi.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

Katrín Valgeirsdóttir hjá Rannís veitir allar nánari upplýsingar um fundinn.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica