Námskeið um uppgjör og fjármál verkefna í 7. rá

20.8.2013

Námskeið á Grand hótel Reykjavík, 6. september kl. 9:00-16:00

Föstudaginn 6. september nk.munu fulltrúar frá endurskoðunardeild ESB halda upplýsingafund/námskeið um fjármál og uppgjör verkefna sem styrkt eru af 7. rannsóknaráætluninni. Námskeiðið verður haldið á Grand hótel Reykjavík.

Upplýsingafundurinn/námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hlotið styrk úr 7. rannsóknaráætlun ESB og hafa með fjármál og uppgjör að gera.

Námskeiðinu verður skipti í tvo hluta, fyrir hádegi verða fyrirlestrar og eftir hádegi verður farið yfir spurningar frá þátttakendum og þeim svarað.

Áhugasömum þátttakendum býðst að senda spurningar og ábendingar um vandamál í tengslum við uppgjör til Rannís fyrir fundinn/námskeiðið, sem fjallað yrði um. Spurningar og ábendingar sendist á Elísabetu Andrésdóttur hjá Rannís.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið, með pósti á rannis@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica