Horizon 2020: kynningar á mannauðsáætlun og upplýsingatækniáætlun

17.11.2013

Rannís og EEN á Íslandi standa fyrir tveimur kynningarfundum þann 21. nóvember á undiráætlunum Horizon 2020, nýrrar rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB. Fyrir hádegið er kynningarfundur um upplýsingatækniáætlun Horizon 2020 og eftir hádegið er kynningarfundur um mannauðsáætlunina.


Horizon 2020 - Upplýsingatækni

Fimmtudaginn 21. nóvember  - Grand Hótel Reykjavík, Háteigur B   9:00-11:30

Dagskrá:

  • LEIT – Information and Communication Technologies in  Horizon 2020  –  fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB Morten Möller kynnir áætlunina.
  • Stuðningur við umsækjendur  – Kristmundur Ólafsson, Rannís

Horizon 2020 Mannauðsáætlun  - Marie Sklodowska Curie Actions

Fimmtudaginn 21. nóvember - Grand Hótel Reykjavík, Háteigur B  13:00-15:30

Dagskrá

  • Marie Sklodowska-Curie Actions in  Horizon 2020  –  Mario Roccaro Policy Officer – DG Education and Culture, Marie Curie Unit .
  • Stuðningur við umsækjendur – Kristmundur Ólafsson, Rannís

Vinsamlegast sendið skráningu á rannis@rannis.is og takið fram hvaða kynningarfundi þið ætlið að taka þátt í.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica