Tækniþróunarsjóður: 2014

30.12.2014 : Þrívíddarvinnsla - verkefni lokið

Engar lausnir voru til sem hentuðu framleiðsluferli CAOZ við gerð teiknimynda. Þurfti fyrirtækið því að þróa hugbúnað til þess. Lesa meira

29.12.2014 : Lífbrennisteinn - verkefni lokið

Í verkefninu var unnið að framleiðslu á lífrænum brennisteini og könnunum á hugsanlegum notum fyrir slíka náttúruafurð. Lesa meira

16.12.2014 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs 15. desember 2014

Á fundi sínum 15. desember 2014 ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum eftirtalinna verkefna að ganga til samninga.

Lesa meira

12.12.2014 : EEG í skýjunum - verkefnislok

Fyrirtækið Kvikna ehf. hefur nú í rúmt ár boðið skýþjónustu sem notuð er til þess að halda utan um og greina heilalínurit.  Lesa meira

5.12.2014 : UNA Skincare - lífvirkar húðvörur á erlendan markað - verkefnislok

Lokið er brúarverkefninu „Lífvirkar húðvörur á erlendan markað“ sem hófst árið 2013 og var styrkt af Tækniþróunarsjóði en unnið af Marinox og Matís.

Lesa meira

1.12.2014 : Markaðssetning íslenska hugbúnaðarins CoreData til fyrirtækja og stofnana - verkefnislok

Hugbúnaðurinn er öflugt upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfi sem styður og hvetur til hópavinnu, bæði innan fyrirtækja og með öruggum hætti við ytri aðila. Lesa meira

21.11.2014 : Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum - verkefni lokið

Verkefnið hófst árið 2010 og var styrkt af Tækniþróunarsjóði unnið af Matís í samstarfi við fyrirtækin Iceprotein, Sauðárkróki, MPF Ísland, Grindavík og MPF, USA. Lesa meira

13.11.2014 : Hvalaómur - verkefni lokið

Hvalaómur er verkefni um að nema hvalahljóð úr sjó og senda í rauntíma í land. Markmiðið er hagræðing og hámörkun upplifunar í ferðamannaiðnaðinum. Lesa meira

12.11.2014 : Þróun og vinnsla andoxunarefna úr bóluþangi - verkefni lokið

Lokið er verkefninu „Þróun og vinnsla andoxunarefna úr bóluþangi“ sem hófst árið 2011, styrkt af Tækniþróunarsjóði og unnið í samstarfi við Matís, Nýland Biotech og OCL. Lesa meira

5.11.2014 : Snarpur - verkefni lokið

Qodiag hefur þróað hugbúnað sem auðveldar klíníska upplýsingasöfnun í heilbrigðisþjónustu.  Lesa meira

31.10.2014 : Framleiðsla á kítíntvísykrum - verkefnislok

Matís ohf. í samvinnu við IceProtein ehf á Sauðárkróki hefur þróað framleiðsluferil fyrir glúkósamíntvísykrur fyrir markað fæðubótarefna. Lesa meira

30.10.2014 : Amivox OTA - verkefni lokið

Fyrirtækið Amivox hefur lokið við að þróa nýja gerð af OTA-kerfi sem er þróað og byggt upp netlægt og getur unnið frá netskýi.  Lesa meira

23.10.2014 : Responsible Surfing- umbunakerfi: Markaðssetning - verkefni lokið

Famlry hefur þá eiginleika að börn sjá sér hag í því að velja sér verkefni hvort sem um framlag til heimilisins, aukna hreyfingu eða félagsleg samskipti við vini í leik og starfi er að ræða. Lesa meira

22.10.2014 : Markaðssetning á Norðurlöndunum - verkefni lokið

Verkefnið fólst í því að markaðssetja Siglu á Norðurlöndum en Sigla er nýjung á sviði greiningar á heilabilun. Lesa meira

15.10.2014 : Sjálfvirkt ferilvöktunar- og rekjanleikakerfi - verkefni lokið

Controlant ehf. hefur á undanförnum árum þróað þráðlausar lausnir sem henta vel til utanumhalds og eftirlits á verðmætum í ýmsum iðnaði, t.d. við framleiðslu, meðhöndlun og dreifingu lyfja og matvæla.  Lesa meira

12.9.2014 : WhenGone - Ævi

Með Ævi geta notendur á einfaldan og aðgengilegan hátt tekið upp helstu atriði úr sögu sinni og tryggt að sagan verði varðveitt fyrir komandi kynslóðir.

Lesa meira

12.9.2014 : RóRó

RóRó ehf er sprotafyrirtæki sem vinnur að þróun, rannsóknum, markaðssetningu og sölu á Lúllu dúkkunni. Lúlla er rafdrifin tuskudúkka sem líkir eftir nærveru við foreldri í hvíld. Lesa meira

11.9.2014 : SARWeather

SARWeather-verkefnið, sem leitt var af Belgingi, fólst í að hanna, og markaðssetja, veðurspákerfi sem gerir björgunar- og leitaraðilum kleift að reikna nákvæmar veðurspár hvar og hvenær sem er. Lesa meira

9.9.2014 : Gönguhermir

Þróunarfélagið Stika þróaði gönguherminn í samstarfi við Samey ehf. og er tækið nú tilbúið til frekari prófana, rannsókna og undirbúnings markaðssóknar og fjöldaframleiðslu.

Lesa meira

9.9.2014 : Microfeed - Single Cell Proteins from Biorefinaries and Geothermal Power Plants as protein source for aquatic animals

The EU/Eurostar project (Microfeed) focused on producing Single Cell Protein (SCP) from forest industry side streams and to develop technology for the utilization of effluent geothermal gas from geothermal power plants for microbial cultivations and production of single-cell protein using hydrogen, hydrogen sulphide and carbon dioxide contained in the gas.  

Lesa meira

20.8.2014 : Vatnsþjálfi fyrir stór hestakyn og rannsókn á vöðvavirknisáhrifum við vatnsþjálfun

Í verkefninu var áhersla lögð á framúrskarandi gæði, tæknilegar útfærslur og að koma upp yfirgripsmikilli þekkingu á vöðvaþjálfun hesta í vatni.

Lesa meira

18.8.2014 : Rafræn ferðavenjukönnun

Saga Traffic ehf. hefur þróað aðferð til að framkvæma rafrænar ferðavenjukannanir með notkun snjallsíma. Lesa meira

18.8.2014 : Vistvæn aðferð við framleiðslu á ískrapa

Í verkefninu voru þróaðar umhverfisvænar vélar og búnaður til þess að minnka sóun í veiðum, vinnslu og matvælaframleiðslu.

Lesa meira

18.8.2014 : Nanóagnir og ný lyf við gláku og sjónhimnubjúg

Oculis ehf. hefur þróað lyfjaferjur sem gera okkur kleift að gefa lyf til bakhluta augans með einföldum augndropum.

Lesa meira

11.7.2014 : Markaðsherferð AGR Lausna í Danmörku og Svíþjóð

Markmið verkefnisins var að setja saman markaðsherferð til að auka sölur á lausnum AGR í Danmörku, Svíþjóð og öðrum löndum.  Lesa meira

11.7.2014 : Tamiko

Tamiko er íslenskt vörumerki sem var stofnað fyrir fyrirbura og ungabörn á nýburagjörgæslum. Lesa meira

2.7.2014 : Forensic Image Identifier and Analyzer

Forensic Image Identifier and Analyzer-verkefnið (FIIA) var fjármagnað árin 2011-2013 í EU Eurostars!-áætluninni. Videntifier Technologies ehf. á Íslandi er stærsti þátttakandi verkefnisins, ásamt Forensic Pathways Ltd. í Bretlandi og INRIA-rannsóknarháskólinn í Frakklandi.

Lesa meira

1.7.2014 : Hámarksafrakstur í bleikjueldi

Markmið verkefnisins var að skoða og kanna möguleika við að auka framlegð í eldi á bleikju með því að nýta stýringu á umhverfisþáttum og auka samkeppnishæfni bleikjueldis á Íslandi. 

Lesa meira

30.6.2014 : Markaðssetning á Poseidon stýranlegum toghlerum og öðrum toghlerum fyrirtækisins

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs, hafa Pólar toghlerar staðið fyrir öflugu kynningarátaki á nýjustu afurð fyrirtækisins, Poseidon stýranlegum toghlerum ásamt því að leggja áherslu á hina hefðbundnu toghlera fyrirtækisins. Lesa meira

27.6.2014 : "Gjáin brúuð" - Grunnur treystur fyrir sjálfbæran rekstur

Meginmarkmið verkefnisins var að brúa þá gjá sem til staðar er hvað varðar yfirfærslu þekkingar- og/eða tæknilausna Kine í hagnýt not innan heilbrigðisgeirans víða um heim. 

Lesa meira

26.6.2014 : Uppbygging innviða og markaðsstarfs fyrir útflutning á Skema-aðferðafræðinni

Útflutningur á aðferðafræði Skema hafinn.

Lesa meira

25.6.2014 : Stýranlegir toghlerar

Eftir tveggja ára stuðning frá Tækniþróunarsjóði og AVS við verkefnið  sem tengist stýranlegum toghlerum fengust ótvíræðar niðurstöður um að hægt er að stjórna legu og stöðu veiðarfærisins með stýranlegum toghlerum sem gefur gífurlega hagræðingu í orkunýtingu og aukna veiðihæfi með réttri staðsetningu veiðarfærisins í sjónum. Lesa meira

20.6.2014 : Alþjóðleg markaðsþróun – Framrás SagaPro á erlendum mörkuðum

Heilbrigðisyfirvöld í Kanada viðurkenna virkni SagaPro.

Lesa meira

19.6.2014 : Þróun aukaafurða til verðmætasköpunar

Codland er fullvinnslufyrirtæki sem hyggst nýta aukaafurðir sjávarfangs til að skapa verðmætar vörur.

Lesa meira

13.6.2014 : Brand Regard – Íslenskur hugbúnaður á alþjóðamarkað

Transmit fékk markaðsstyrk um mitt ár 2013 til þess að sækja á breskan markað með vöru sína Brand Regard. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica