Tækniþróunarsjóður: 2016

21.12.2016 : EcoScope: T-mynsturgreining fjármála- og hagfræðigagna - verkefnislok

Markmið verkefnisins var að þróa aðferðir til aðgerðabindingar, birtingar og greiningar tímaseríugagnasafna.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

19.12.2016 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2016

StjórnTækniþróunarsjóðs ákvað á fundi sínum í dag að bjóða verkefnisstjórum 25 verkefna að ganga til samninga. Að þessu sinni er verið að bjóða allt að 450 milljónir króna sem fara til nýrra verkefna; níu verkefni í Sprota , fjórtán í Vöxt og tveir í Markaðsstyrki

Lesa meira

16.12.2016 : Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu, eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Lesa meira

16.12.2016 : Island Harvest, vatna- og sjávarsláttuvélin Asco - verkefni lokið

Með vatna- og sjávarsláttuvélinni Asco er þangið slegið en ekki slitið upp með rótum. Það hefur því möguleika á að vaxa á ný.  

Lesa meira

5.12.2016 : Herkænskuleikurinn Starborne – alþjóðleg markaðssetning og uppbygging markaðsinnviða - verkefnislok

Uppbygging innviða markaðsstarfs og markaðssetningar á Starborne-leiknum með hjálp Tækniþróunarsjóðs hefur leitt til þess að hann er orðinn nokkuð þekktur og fjölmargir spilarar bíða spenntir eftir því að hann verði gefinn út.

Lesa meira

2.12.2016 : Pyngjan - verkefnislok

Í verkefninu hefur verið þróuð heildstæð greiðslulausn fyrir snjallsíma.

Lesa meira

30.11.2016 : Markaðssetning As We Grow í Japan - verkefnislok

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs gerði As We Grow kleift að stíga sín fyrstu skref á japönskum markaði með hágæðafatnað sinn, sem byggir á sérstakri hönnun og að fötin “vaxi með barninu”.

Lesa meira

24.11.2016 : Augndropar í stað augnástungna við sjónhimnubjúg í sykursýki - verkefnislok

Augndroparnir hafa þá sérstöðu fram yfir venjulega augndropa að koma lyfjum til bakhluta augans og geta þannig komið í staðinn fyrir lyfjagjöf með sprautunál inn í augað.

Lesa meira

9.11.2016 : Betri svefn – Markaðssetning svefnmeðferðar á netinu fyrir Noregsmarkað - verkefni lokið

Nú er Betri svefn komið á markað í Noregi og búið er að undirbúa markaðssókn haustið 2016 með samstarfsaðila í Danmörku.

Lesa meira

8.11.2016 : Markaðssetning á innlendum markaði - verkefni lokið

Meginmarkmið fyrirtækisins geoSilica ehf. er að þróa og framleiða hágæða kísilheilsuvörur úr skiljuvatni íslenskra jarðvarmavirkjana. 

Lesa meira

3.11.2016 : Markaðssókn smáforrita til eflingar læsis - verkefni lokið

Efnið, undir vörumerkinu Lærum og leikum með hljóðin, hefur verið þróað og unnið í smáforrit fyrir íslenskumælandi markað auk þess sem það hefur verið fært á enskumælandi markað undir merkjum Kids Sound Lab og Frog Game.

Lesa meira

21.10.2016 : Gracipe, myndræn framsetning uppskrifta

Á vefsvæði Gracipe getur notandinn umbreytt skrifaðri mataruppskrift yfir á myndrænt form með einum músarsmelli eða búið til myndræna uppskrift frá grunni. 

Lesa meira

18.10.2016 : Markaðsátak í útflutningi á íslensku viský, gini & ákavíti - verkefnislok

Vörur Eimverks hafa hlotið margsvíslega viðurkenningu og umfjöllun í fjölmiðlum. Hlaut Víti meðal annars gullverðlaun í alþjóðlegri keppni vínframleiðenda “San Fransisco World Spirit Competition” árið 2015.

Lesa meira

17.10.2016 : Ísó efnaframleiðsla - verkefnislok

Ein helsta niðurstaða verkefnisins er sú að ekkert er því til fyrirstöðu að íslensk fyrirtæki geti verið í farabroddi fyrir rannsóknir og uppbyggingu á vistvænum efnaiðnaði sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Lesa meira

14.10.2016 : Talgreinir fyrir röntgendeild Landspítala - sjálfvirk ritun röntgenniðurstaðna - verkefni lokið

Frumherjaverkefni Læknaróms, Landspítalans og Háskólans í Reykjavík sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði gengur út á að þróa og innleiða talgreiningu fyrir lækna á röntgendeild spítalans.

Lesa meira

16.9.2016 : Ræktun fóðurskordýra á iðnaðarskala - verkefni lokið

Fyrirtækið Víur var stofnað snemma árs 2014 til tilraunaræktunar svörtu hermannaflugunnar. Markmið þess hluta þróunarstarfsins sem hlaut styrk Tækniþróunarsjóðs var að þróa tæknilausnir og gera prófanir á ýmsum hráefnum og vinnsluaðferðum.

Lesa meira

13.9.2016 : OZ - Opið dreifinet fyrir háskerpu upplifun - verkefni lokið

OZ hefur á undanförnum árum unnið að því að byggja þjónustu sem gerir aðilum kleift að dreifa myndrænu efni til áhorfenda gegn gjaldi. 

Lesa meira

6.9.2016 : Erlend markaðssókn á forritunarleiknum Box Island - verkefnislok

Frá fyrsta degi náði leikurinn athygli stórra tæknimiðla á alþjóðagrundvelli. Má þar nefna Techcrunch og Mashable sem eru meðal stærstu tæknimiðla í heimi. 

Lesa meira

5.9.2016 : Framleiðsla verðmætra lífefna úr kísliþörungum - verkefnislok

Verkefnið mun styrkja líftækniiðnað á íslandi og stuðla að aukinni framleiðslu á verðmætum efnum ú sjó, efni sem nýtast í snyrtivörur, fæðubótarefni eða fóður. 

Lesa meira

1.9.2016 : Íslenskt einmalts viskí úr íslenskum hráefnum - verkefnislok

Viskíið er úr íslensku vatni og lífrænt ræktuðu byggi sem er maltað og taðreykt.

Lesa meira

31.8.2016 : GrasPro – Viðhaldskerfi grasvalla - verkefnislok

GrasPro kerfið er vefkerfi sem gerir vallarstjórum og umsjónaraðilum íþróttavalla kleift að skrá niður allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á völlunum.

Lesa meira

30.8.2016 : Dohop Go – Nýstárleg leið til þess að skipuleggja og bóka næstu utanlandsferð - verkefnislok

Íslenska flugleitarvélin Dohop ehf. kynnir Dohop Go, nýjan vef og app fyrir iOS og Android-snjallsíma.

Lesa meira

26.8.2016 : Einstaklingsmiðað kennslukerfi í flugumferðarstjórn - verkefnislok

Með þessum nýja hugbúnaði geta nemendur nú nálgast miðlægt, einstaklingsmiðað kennslukerfi í flugumferðastjórn, aðgengilegt á netinu, með viðurkenndu æfingakerfi, þar sem þeir geta æft sig í grunnatriðum flugumferðastjórnunar á sínum hraða, hvar og hvenær sem þeim hentar.

Lesa meira

18.8.2016 : Kynning á styrkjaflokkum og umsóknarferli

Tækniþróunarsjóður stendur fyrir kynningum á breyttum styrkjaflokkum og umsóknarferli. Umsóknarfrestur er til 15. september 2016, kl. 16:00

Lesa meira

15.8.2016 : Styrkir til nýsköpunar

Auglýst eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 15. september 2016, kl. 16:00.

Lesa meira

6.7.2016 : Sýningarfrumgerð af Andblæ - verkefni lokið

Frumgerðin af loftræstikerfinu Andblæ er mjög öflug en þó ekki nema 5 cm þykk, og lítið mál er að byggja hana inn í léttan millivegg. Þetta sparar mikið pláss og gerir hana hljóðláta.

Lesa meira

5.7.2016 : Vélfugl - verkefni lokið

Verkefnið gekk út á að þróa sjálfvirkan vélfugl sem flýgur með vængslætti. 

Lesa meira

4.7.2016 : Sjálfvirkt hitaeftirlit rafgreiningarkera - verkefni lokið

Kerfið, sem hannað og smíðað var, greinir yfir 19 þúsund hitapunkta ásamt því að búa til samsettar hitamyndir af rafgreiningarkerunum. Þessar upplýsingar nota stjórnendur álveranna til þess að ástandsgreina kerin með því markmiði að koma í veg fyrir kerleka.

Lesa meira

1.7.2016 : Meistaradeild sprotafyrirtækja í Evrópu - fjármögnun fyrir sprotafyrirtæki

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís bjóða til opins kynningarfundar um Eurostars-2, möguleika á fjármögnun verkefna sprotafyrirtækja sem stunda sjálf rannsóknir og þróun. 

Lesa meira

1.7.2016 : Mekano smellutengi - verkefni lokið

Helstu markmið Mekano ehf. er að hanna besta fáanlega fjöltengið fyrir almennan markað, framleiða og selja. 

Lesa meira

30.6.2016 : Erfðamörk notuð við úrval á íslenskum kynbótableikjum - verkefni lokið

Meginmarkmið þessa verkefnis var að kanna möguleika á notkun erfðamarka við kynbætur fyrir auknum vexti, kynþroskaaldri og holdgæðum bleikju.

Lesa meira

29.6.2016 : Kynningarfundur um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi

Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35, föstudaginn 1. júlí kl. 8:30-10:00

Lesa meira

29.6.2016 : Ljósvarpa - verkefni lokið

Ljósvarpa: Byltingarkennd aðferð við togveiðar.

Lesa meira

28.6.2016 : Vefverslunarkerfi fyrir ferðaþjónustu undir vörumerki söluaðila - verkefni lokið

Með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur Bókun ehf. lokið gerð vefverslunarkerfis fyrir ferðaþjónustuaðila. 

Lesa meira

24.6.2016 : Markaðssetning á nýjum snyrtivörum sem byggja á lífvirkum efnum úr hreinni náttúru Íslands - verkefnislok

Vörurnar eru sérstakar að því leyti að þær byggja á fáum, öflugum og mjög hreinum innihaldsefnum sem má borða. 

Lesa meira

23.6.2016 : mymxlog.com vefkerfi fyrir flugrekendur og flugvirkja - verkefnislok

Afrakstur verkefnisins er fullkominn hugbúnaður sem flugrekstraraðilar út um allan heim geta notað miðlægt á netinu í gegnum vafra eða með snjalltæki til að fullnægja og framfylgja regluverki EASA.

Lesa meira

23.6.2016 : Lóðréttsás vindtúrbínur og tengdur rafbúnaður - verkefnislok

Verkefnið í heild sinni snérist um að þróa lóðréttsás vindtúrbínur fyrir sumarhús og fjarskiptakerfi. 

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

25.5.2016 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs vor 2016

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 67 fyrirtækja, stofnana og háskóla að ganga til samninga um verkefnis­styrki fyrir allt að átta hundruð milljónir króna. Þá hafa 14 einstaklingar hlotið undirbúnings­styrki fyrir 21 milljón króna.

Lesa meira

20.5.2016 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs: Er líf án tækni?

Vorfundur Tækni­þróunar­sjóðs 2016 fer fram á Kex Hostel föstudaginn 27. maí kl. 14-18.

Lesa meira

11.5.2016 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs í Fyrirtækjastyrk Fræ

Á fundi sínum 9. maí 2016 ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum eftirtalinna verkefna að ganga til samninga.

 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica