Fréttir: desember 2016

21.12.2016 : Erasmus+ tengslaráðstefna á sviði starfsmenntunar á Spáni

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á ráðstefnu á sviði starfsmenntunar sem ber heitið „Exchange of good practices to succeed in applications, project management and impact“. Ráðstefnan verður haldin í Zaragoza á Spáni 25. – 27. janúar nk. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 100 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Lesa meira

20.12.2016 : Úthlutun úr vinnustaðanámssjóði 2016

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar úthlutað styrkvilyrðum til vinnustaðanáms fyrir árið 2016.

Lesa meira

20.12.2016 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

19.12.2016 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2016

StjórnTækniþróunarsjóðs ákvað á fundi sínum í dag að bjóða verkefnisstjórum 25 verkefna að ganga til samninga. Að þessu sinni er verið að bjóða allt að 450 milljónir króna sem fara til nýrra verkefna; níu verkefni í Sprota , fjórtán í Vöxt og tveir í Markaðsstyrki

Lesa meira

16.12.2016 : Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu, eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Lesa meira

13.12.2016 : Úthlutun úr Máltæknisjóði árið 2016

Stjórn Máltæknisjóðs ákvað á fundi sínum miðvikudaginn 23. nóvember sl. að leggja til við ráðherra að úthluta þremur verkefnum alls 29.180.000 kr. í úthlutun sjóðsins fyrir árið 2016. Alls bárust 6 umsóknir um styrk.

Lesa meira

13.12.2016 : Þriðja úthlutun úr Æskulýðssjóði árið 2016

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 8. nóvember 2016 að leggja til við ráðherra að úthluta tólf verkefnum alls 5.087.000 í þriðju og síðustu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2016.

Lesa meira

12.12.2016 : Nýrri heimasíðu Euraxess á Íslandi hefur verið ýtt úr vör

Euraxess er alþjóðlegt samstarfsnet sem miðar að því að styðja við starfsþróun rannsakenda með því að auðvelda þeim að flytjast á milli landa. Euraxess er einnig vettvangur þar sem hægt er að leita eftir lausum rannsóknastöðum í yfir 40 löndum.

Lesa meira

12.12.2016 : Vel heppnaðar starfsmenntabúðir

Hópur áhugasamra kennara og starfsmanna í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu tók þátt í Starfsmenntabúðum, sjá dagskrá í pdf (175 KB) sem haldnar voru þann 8. desember hjá Iðunni fræðslusetri. Að búðunum stóðu Rannís, Erasmus+ áætlunin, EPALE vefgátt í fullorðinsfræðslu, Iðan fræðslusetur og mennta- og menningar­málaráðuneytið.

Lesa meira

9.12.2016 : Sumar­námskeið SEF: Umsóknar­frestur er til 17. janúar 2017 kl. 17:00

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF).

Lesa meira

9.12.2016 : Nýsköpunarsjóður námsmanna – umsóknarfrestur 10. febrúar 2017 kl. 16:00

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknar­stofnunum og fyrir­tækjum tækifæri til að ráða háskóla­nema í grunn- og meistara­námi í sumar­vinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.  

Lesa meira

5.12.2016 : Úthlutun Hljóðritasjóðs nóvember 2016

Hljóðritasjóður var settur á stofn hjá mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu þann 1. apríl sl. Rannís var falið að hafa umsjón með sjóðnum.

Lesa meira

5.12.2016 : Evrópsk vika starfsmenntunar

Vikan 5. – 9. desember er evrópsk vika starfsmenntunar. Heiti átaksins er „Discover your talent“ sem hefur það að markmiði að vekja athygli á starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

Lesa meira

1.12.2016 : Erasmus+ hádegisfundur um alþjóðastefnu starfsmenntaskóla

Verður haldinn 9. desember í húsnæði Rannís, 3. hæð Borgartúni 30.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica