Tækniþróunarsjóður: 2017

Merki Tækniþróunarsjóðs

18.12.2017 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2017

Á haustmisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 32 fyrirtækja til samninga um verkefnisstyrki fyrir allt að fimm hundruð og tíu milljónum króna. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.*

Lesa meira

8.12.2017 : Atburðaannáll og rekstrargreind í skýinu - verkefnislok

Activity Stream, íslenskt sprotafyrirtæki, stofnað árið 2015, hefur með styrk frá Tækniþróunarsjóði og aðkomu fagfjárfesta þróað skýþjónustu sem fjöldi fyrirtækja hefur gert samning um að nota til að bæta rekstur sinn og þjónustu. Lesa meira

7.12.2017 : KeyWe - Leikvöllur hugans - verkefni lokið

KeyWe gerir kennurum kleift að búa til verkefni, leggja þau fyrir nemendur, leiðbeina nemendum og veita umsagnir um verkefni og frammistöðu. Þá gerir KeyWe kennurum einnig kleift að eiga samskipti við aðra kennara sem nota KeyWe, hvar sem er í heiminum.

Lesa meira

1.12.2017 : Mussila - verkefni lokið

Mussila er röð tölvuleikja sem kenna börnum á aldrinum 5-9 ára grunnatriðin í tónlist í gegnum skapandi leik og tónlistaráskoranir. Fyrirtækið Rosamosi sem er útgefandi og framleiðandi Mussila hefur gefið út fjóra leiki í App Store undir merkjum Mussila. Fjórði leikurinn kom einnig út í Google Play og er ætlunin að allir leikir Mussila verði fáanlegir þar innan tíðar.

Lesa meira

30.11.2017 : Rafræn einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf til barnshafandi kvenna - verkefnislok

Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að nota www.nmb.is - Næring móður og barns til að skima fyrir fæðuvali sem tengist aukinni hættu á kvillum á meðgöngu. Ennfremur benda niðurstöður til þess að einföld rafræn endurgjöf um hollustu fæðunnar gæti skilað sér í bættu fæðuvali barnshafandi kvenna. Lesa meira

24.11.2017 : Metanól til orkugeymslu - verkefni lokið

Í verksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi er koltvísýringur frá jarðvarmavirkjun HS Orku nýttur til framleiðslu á grænu metanóli sem svo er selt sem íblöndunarefni í eldsneyti eða hráefni til efnaiðnaðar.

Lesa meira

16.11.2017 : Lífvirk efni úr roði - verkefni lokið

Roð inniheldur mikið magn af próteininu kollagen sem hægt er að nýta í verðmætar afurðir svo sem snyrtivörur og fæðubótarefni eftir að það hefur verið brotið niður með ensímum í kollagenpeptíð.

Lesa meira

15.11.2017 : Fórnarfóðring fyrir jarðhitaborholur - verkefni lokið

Með fórnarfóðringunni væri hægt að auka líftíma borhola og spara íslenskum orkufyrirtækjum mikinn viðhaldskostnað og kostnað vegna gerðar nýrra borhola. 

Lesa meira

14.11.2017 : XRG rafstöð - verkefni lokið

XRG-Power er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í nýsköpun og þróun á rafstöðvum sem vinna rafmagn úr jarðvarma sem er undir suðumarki.

Lesa meira

13.11.2017 : Nýjar húð- og hárvörur með virkum próteinum - verkefni lokið

Niðurstöður úr þessu verkefni hafa nú þegar verið að hluta til nýttar við lokaþróun á nýrri húðvöru sem búið er að markaðssetja undir vöruheitinu BIOEFFECT EGF +2A Daily Treatment.

Lesa meira

7.11.2017 : Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra - verkefni lokið

Í verkefninu var unnið að ræktun þörunga og hagnýtingu lífefna sem þeir framleiða, með ríka áherslu á fjölnýtingu jarðvarma í Mývatnssveit við ræktunina.

Lesa meira

3.11.2017 : Snjallsímaforrit - verkefni lokið

Hið háleita markmið Vivio er eftir sem áður að hjálpa ungu fólki að tjá sig með stafrænu myndefni í gagnvirku lokuðu samfélagi sem leggur áherslu á öryggi, nýjustu fáanlegu tæknilausnir og að þeir sem gera efnið fái greitt fyrir vinnuna sína.

Lesa meira

2.11.2017 : Datasmoothie, hraðari og auðveldari gagnagreining í skýinu - verkefni lokið

Verkefnisstyrkur frá Tækniþróunarsjóði gerði fyrirtækinu Datasmoothie kleift að þróa hugbúnað sem vann til virtustu nýsköpunarverðlauna Bretlands sem veitt eru á sviði markaðsrannókna.

Lesa meira

30.10.2017 : Data Dwell DAM - markaðssetning í Bretlandi - verkefni lokið

Data Dwell - stafrænt gagnaumsjónarkerfi í skýinu.

Lesa meira

27.10.2017 : Markaðssetning vörunnar CrankWheel Screen Sharing - verkefni lokið

Árangur verkefnisins hefur meðal annars verið sá að bæst hafa við stórir viðskiptavinir utan Íslands sem nýta hugbúnaðinn CrankWheel Screen Sharing í sölustarfi sínu og á heimasíðum sínum.

Lesa meira

26.10.2017 : Markaðs- og sölustarf OZ - verkefni lokið

OZ hefur hafið samstarf við marga af helstu dreifingaraðilum á íþróttaefni í heiminum. Beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum á OZ eru núna aðgengilegar í yfir 20 löndum.

Lesa meira

17.10.2017 : Talning í vatnsstraumi - verkefnislok

Ávinningur af verkefni Vaka hf. er mikill þar sem hin nýja tækni gerir rekstraraðilum í fiskeldi mögulegt að telja fisk nákvæmlega við aðstæður sem ekki var mögulegt áður. 

Lesa meira

16.10.2017 : Einhyrningurinn - verkefni lokið

Einhyrningurinn er hugbúnaður sem auðveldar umsjón og eftirlit með upplýsingakerfum og öðrum kerfum þar sem tölvubúnaður kemur við sögu.

Lesa meira

13.10.2017 : Jurtalyf til Norðurlanda - verkefnislok

Florealis gerir samning við stærstu apótekskeðjur Norðurlanda. Samningurinn er afrakstur vinnu síðastliðins árs sem m.a. var unnin með markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði.

Lesa meira

10.10.2017 : Mussila - verkefni lokið

Mussila er röð tölvuleikja sem kenna börnum á aldrinum 5-9 ára grunnatriðin í tónlist í gegnum skapandi leik og tónlistaráskoranir. 

Lesa meira

28.9.2017 : Markaðs- og söluátak SimplyBook.me á erlendum mörkuðum - verkefnislok

Með því að nota SimplyBook.me kerfið fá þjónustufyrirtæki sína eigin bókunarsíðu þar sem viðskiptavinir þeirra geta bókað sjálfir tíma sem þeim hentar og hjá þeim starfsmanni sem þeir kjósa.

Lesa meira

25.9.2017 : PEA Aluminum - verkefni lokið

Frumgerð sem byggir á greiningartækni PEA Aluminum hefur verið í prófunum undanfarna mánuði við að efnagreina ál í fljótandi formi í framleiðsluferlinu.

Lesa meira

20.9.2017 : Ígræðanlegur hjartariti - verkefni lokið

Verkefninu var ætlað að þróa og prófa ígræðanlegan fjarhjartarita, búnað til að taka upp hjartarafrit og senda þráðlaust, án atbeina notanda. Upplýsingar úr hjartarita hans sendast til greiningaraðila, þ.e. sjúkrahúss eða læknis.

Lesa meira

19.9.2017 : Aukin samkeppnishæfni SagaMedica - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að auka samkeppnishæfni SagaMedica, sér í lagi viðvíkjandi meginafurð fyrirtækisins, SagaPro. Þetta var einkum gert með rannsóknum og þróun.

Lesa meira

18.9.2017 : Þróun og framleiðsla á vörulínu fyrir Þýskaland - verkefni lokið

Fyrirtækið geoSilica Iceland hefur þróað þrjár nýjar vörur: Renew, Repair og Recover. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að innihalda kísilsteinefni auk annarra steinefna og allar eru þær lausar við aukaefni.

Lesa meira

15.9.2017 : KRUMMA-Flow - verkefni lokið

KRUMMA stendur að baki KRUMMA-Flow vörulínunni, sem samanstendur af útileiktækjum, innblásnum af íslenskri náttúru, sem örva bæði hreyfi- og félagsþroska barna í könnunarleiðangri þeirra um umhverfið sitt.

Lesa meira

14.9.2017 : Markaðssetning í Bandaríkjunum á þjónustu 3Z - verkefni lokið

Nýlega hóf fyrirtækið 3Z sókn á erlenda markaði með myndun tengslanets og opnun sölustofu á austurströnd Bandaríkja Norður-Ameríku sem opnar leið að stórum lyfjafyrirtækjum.

Lesa meira

12.9.2017 : Bólguhemjandi efni unnin úr lífmassa Bláa Lónsins - verkefnislok

Fjölsykrur í Bláa Lóninu taka hugsanlega þátt í þeim jákvæðu áhrifum sem böðun í Bláa Lóninu hefur á sórasjúklinga.

Lesa meira

12.9.2017 : Markaðssetning á vefsíðunni tripcreator.com - verkefnislok

Ávinningur verkefnisins var mikill og hjálpaði veruleg til með áherslur TripCreator á að verða hugbúnaðarfyrirtæki sem býður ferðatengdum aðilum, flugfélögum, ferðaskrifstofum og öðrum lausnir til þess að auðvelda skipulagningu ferða fyrir sína viðskipavini.

Lesa meira

11.9.2017 : Tölvumarkaður fyrir samhliða tölvuveitu - verkefni lokið

Ávinningur af verkefninu hefur verið verulegur fyrir íslenska vísindamenn sem hafa nýtt sér norrænu HPC-tölvuna. Að auki hefur myndast samfélag vísindamanna sem nýtir sér búnaðinn. Verkefnið hefur gert íslenskum kerfisstjórum HPC kleift að vera í samstarfi við aðra kerfisstjóra á Norðurlöndunum.

Lesa meira

31.8.2017 : Calmus Automata - verkefni lokið

Calmus Automata-verkefnið er samþætting á vísindum, tækni og listum þar sem sérfræðingar á hverju sviði koma saman með sína þekkingu og reynslu til að beita nýjustu tækni þ.m.t gervigreind – til að þróa nýjar leiðir í rauntíma listsköpun í nútíma umhverfi sýndarveruleikans.

Lesa meira

30.8.2017 : Undirbúningur markaðssóknar Einrúms í Danmörku og Svíþjóð - verkefni lokið

Styrkur Tækniþróunarsjóðs til markaðssetningar Einrúms ehf. í Danmörku og Svíþjóð skapaði svigrúm sem gerði markvissan undirbúning og markaðssókn mögulega.

Lesa meira

28.8.2017 : Lifandi íslensk sæeyru, markaðssetning í Japan og hönnun flutningsumbúða - verkefni lokið

Nú, þegar útflutningur er að hefjast á lifandi sæeyrum inn á sushimarkaðinn í Japan og Evrópu, kynnir Sæbýli ehf. nýtt vörumerki og nýstárlegar flutningsumbúðir og neytendaumbúðir til leiks.

Lesa meira

25.8.2017 : Dropi - verkefni lokið

True Westfjords ehf. hefur í samvinnu við Matís þróað nýtt vinnsluferli fyrir lifrarlýsi þorskfiska. Þorskalýsið Dropi er framleitt með svokallaðri kaldvinnslu.

Lesa meira

22.8.2017 : Sjávarprótein unnið úr fiski og bóluþangi - verkefni lokið

Sjávarprótein er unnið úr vannýttu sjávarfangi þ.e. aukaafurðum fiskvinnslu og bóluþangi, og er því um mikla verðmætaaukningu að ræða.

Lesa meira

18.8.2017 : GolfPro Assistant – heildarlausn fyrir golfkennara og nemendur þeirra - verkefni lokið

Í verkefninu fór fram ítarleg greining á markaðstækifærum GolfPro Assistant. Jafnframt var mikil vinna sett í að styrkja tengslanet fyrirtækisins og koma á samstarfi við lykilaðila á mikilvægustu mörkuðum félagsins. Sóttar voru vörukynningar sem og ráðstefnur til að kynna lausnir fyrirtækisins.

Lesa meira

16.8.2017 : InfoMentor - Ný aðalnámskrá - ný tækni. Að auka samkeppnishæfni þjóða - verkefni lokið.

Í Mentor er námskráin í hjarta kerfisins, skólarnir þurfa ekki að setja neitt upp heldur geta strax byrjað að tengja þætti úr námskránni inn í áætlanagerð sína og vinna með námsmat. Um leið og viðmið úr námskrá er tengt inn í áætlun birtist það nemendum og foreldrum sem verður til þess að allir vinna í takt.

Lesa meira

15.8.2017 : Ofurkæling á fiski – verkefni lokið

Niðurstöður rannsókna sýna að íslaus flutningur og geymsla á ofurkældum fiski er raunhæf lausn sem dregur úr kostnaði við veiðar og vinnslu ásamt því að lækka kostnað við flutning og dregur verulega úr sótspori við framleiðslu á ferskum fiski.

Lesa meira

14.8.2017 : Markaðssetning á THEME í Evrópu - verkefni lokið

Á verktímabilinu var Theme sett í nýjar umbúðir fyrir markaðssetningu, undirbúið var nýtt kynningarefni, nýjar sölurásir og hafin var markaðssetning til núverandi notenda sem og notenda á nýjum markaðssviðum.

Lesa meira

11.8.2017 : Náðu lengra með Tækni­þróunar­sjóði

Rannís og Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi með Tækniþróunarsjóði 17. ágúst kl. 8:30-10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica