Fréttir: febrúar 2016

25.2.2016 : 3,2 milljarða króna styrkir hafa fallið Íslendingum í skaut úr rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins

Fjölmargar íslenskir aðilar hafa nýtt sér þau tækifæri sem í boði eru í rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020. Styrkir sem íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafa hlotið í gegnum áætlunina á undanförnum tveimur árum, eða frá upphafi hennar árið 2014, nema nú rúmum 22 milljónum evra eða um 3,2 milljörðum króna.

Lesa meira

25.2.2016 : Stjórn Rannsóknasjóðs 2016-2019 skipuð

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði 24. febrúar 2016 stjórn Rannsóknarsjóðs, sbr. 4. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Stjórn Rannsóknasjóðs fer jafnframt með stjórn Innviðasjóðs. Skipunartími stjórnarinnar er til 22. febrúar 2019.

Lesa meira

18.2.2016 : Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningar­verðlauna Vísinda- og tækniráðs 2016

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi.

Lesa meira

17.2.2016 : Nýsköpunarsjóður námsmanna

Umsóknarfresti lauk 10. febrúar 2016. Alls bárust 252 umsóknir í Nýsköpunarsjóð námsmanna í ár fyrir 377 nemendur eða samtals 1071 mannmánuð.

Lesa meira

16.2.2016 : Fjármagni að upphæð 35 milljónum króna veitt til reksturs Alþjóðlegu norður­skauts­vísinda­nefndar­innar til næstu 5 ára

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætis­ráðherra, að veita fjármagni til reksturs Alþjóðlegu norður­skauts­vísinda­nefndar­innar til næstu 5 ára.

Lesa meira

15.2.2016 : Umsóknarfrestur í Tækniþróunarsjóð hefur verið framlengdur til kl.18:00

Vegna tæknilegra vandamála hefur umsóknarfrestur í Tækniþróunarsjóði verið framlengdur til kl. 18:00 í dag 15. febrúar.

15.2.2016 : Rúmlega sjötíu umsóknir bárust í flokkinn Nám og þjálfun hjá Erasmus+

Umsóknarfresti í flokkinn Nám og þjálfun lauk þriðjudaginn 2. febrúar 2016. Alls bárust 71 umsókn um styrk fyrir rúmlega 2,2 milljónir evra.

Lesa meira

11.2.2016 : Nýtt tilraunaverkefni innan Horizon2020 - SME Innovation Associate

Nýtt tilraunaverkefni er að fara af stað innan Horizon2020 og kallast SME Innovation Associate. Verkefninu er ætlað að leiða saman rannsakendur og lítil og meðalstór fyrirtæki.

Lesa meira

4.2.2016 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Umsóknarfrestur 10. mars 2016, kl. 16:00. Hlutverk  þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Lesa meira

1.2.2016 : Rekstri Barnamenningarsjóðs hætt árið 2016

Í fjárlögum 2016 var 14,1 m.kr. hækkun á framlagi til nýs liðar „Barnamenningar“ sem áður hét Barnamenningarsjóður. Fyrirhugað er að hætta rekstri sjóðsins en veita í staðinn styrki í samræmi við aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna.

Lesa meira

1.2.2016 : Tónlistarsjóður - fyrri úthlutun 2016

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs til úthlutunar fyrir tímabilið 1. janúar til 1. júlí 2016. Alls bárust 125 umsóknir í sjóðinn að upphæð 105.209.514 kr. Heildarráðstöfunarfé tónlistarsjóðs á þessu ári eru 64,9 milljónir króna.

Lesa meira

1.2.2016 : Mat á umsóknum

Rannís óskar eftir sérfræðingum til að meta umsóknir í menntahluta Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunarinnar. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica