Fréttir: ágúst 2016

31.8.2016 : Úthlutun styrkja í flokki fjölþjóðlegra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2016

Rannís hefur úthlutað rúmlega 2,1 m.evra, eða um 283 m.kr., til 14 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Hæsta styrkinn hlaut Landbúnaðarháskóli Íslands, rúmar 38 m.kr. eða um 290 þús. evrur fyrir verkefnið „Safe Climbing“.

Lesa meira

31.8.2016 : Tengslaráðstefna Nordplus í Kaupmannahöfn 20. - 22. nóvember

Í tilefni af nýju Nordplus tímabilinu sem hefst árið 2017, hefur Nordplus ákveðið að halda sameiginlega tengslaráðstefnu fyrir allar undiráætlanir Nordplus þar sem öllum hugsanlegum umsækjendum Nordplus innan menntageirans er boðið að sækja um þáttöku.

Lesa meira

29.8.2016 : Önnur úthlutun úr Æskulýðssjóði árið 2016

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 27. júní 2016 að leggja til við ráðherra að úthluta sex verkefnum alls 2.060.000 í annarri úthlutun sjóðsins fyrir árið 2016.

Lesa meira

29.8.2016 : Auglýst er eftir umsóknum í Erasmus+ náms- og þjálfunar­verkefni á sviði starfs­menntunar

Viðbótar umsóknarfrestur fyrir árið 2016 í flokkinn Nám og þjálfun á sviði starfsmenntunar verður þann 4. október kl. 10:00

Lesa meira

23.8.2016 : Evrópsk eTwinning tengsla­ráðstefna - þema: frásagnalist

Hótel Sögu, Reykjavík, 18. - 20. nóvember 2016.

Lesa meira

22.8.2016 : 25 ára afmæli MEDIA

Frá árinu 1991 hefur MEDIA áætlunin styrkt evrópska kvikmynda- og margmiðlunar­geirann (þar á meðal kvikmynda-, sjónvarpsþátta- og tölvuleikjagerð) til að koma á framfæri einstakri fjölbreytni evrópskrar menningar. Meira en 336 milljarðar kr. hafa verið veittar til þess að tengja saman fagfólk og ná til nýrra áhorfenda. Þannig færð þú tækifæri til að upplifa áhrifamikla evrópska fjölmenningu í kvikmyndahúsum, í sjónvarpi og í farsímanum þínum.

Lesa meira

22.8.2016 : Auglýst eftir umsóknum um námsorlof kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2017-2018. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en þriðjudaginn 27. september næstkomandi, kl. 17:00.

Lesa meira

22.8.2016 : Auglýst eftir umsóknum úr Íþróttasjóði

Umsóknarfrestur er til 1. október 2016, kl. 16:00.

Lesa meira

18.8.2016 : Kynning á styrkjaflokkum og umsóknarferli

Tækniþróunarsjóður stendur fyrir kynningum á breyttum styrkjaflokkum og umsóknarferli. Umsóknarfrestur er til 15. september 2016, kl. 16:00

Lesa meira

17.8.2016 : Starfslaun listamanna 2017

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17:00.

Lesa meira

15.8.2016 : Styrkir til nýsköpunar

Auglýst eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 15. september 2016, kl. 16:00.

Lesa meira

15.8.2016 : Styrkir til atvinnuleikhópa

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2017. Umsóknarfrestur er til 30. september kl. 17:00.

Lesa meira

12.8.2016 : Opinn fyrirspurnartími varðandi umsóknarkerfi Rannsóknasjóðs

Miðvikudaginn 17. ágúst 2016 kl. 11:00-12:00 verður haldinn opinn fyrirspurnartími varðandi umsóknarkerfi Rannsóknasjóðs í Borgartúni 30, 3 hæð. 

Lesa meira

11.8.2016 : Uppbyggingarsjóður EES í Ungverjalandi auglýsir eftir umsóknum

Sjóðurinn auglýsti nýverið eftir umsóknum í flokkinn "Scholarship Programme - Professional Visits action".

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica