Fréttir: janúar 2017

31.1.2017 : Sölvi Rögnvaldsson hlýtur Nýsköpunar­verðlaun forseta Íslands 2017

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Sölvi Rögnvaldsson, BS-nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Áhættureiknir við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli. 

Lesa meira

26.1.2017 : Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár

Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB fagnar 30 ára afmæli í ár. Yfir 9 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá áætluninni og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Á því 25 ára tímabili sem Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfinu hafa íslenskir þátttakendur verið um 28.700 talsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur sett upp síðu tileinkaða afmælinu þar sem finna má margvíslegar upplýsingar, m.a. hvað varðar þátttöku Íslands.

Lesa meira

26.1.2017 : Tvö sprotafyrirtæki fá öndvegisstyrk Tækniþróunarsjóðs

Í samræmi við nýja stefnumótun Tækniþróunarsjóðs hefur stjórn sjóðsins ákveðið að úthluta tveimur sprotafyrirtækjum úr flokknum Sprettur öndvegisstyrk upp á 70 m. kr.

Lesa meira

25.1.2017 : Kynningar á Evrópuverkefnum

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi fór fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands þann 24. janúar. Frá Rannís voru kynntar áætlanirnar Horizon 2020, Erasmus+, Creative Europe og verkefnin eTwinning, Europass og Upplýsingastofa um nám erlendis.

Lesa meira

20.1.2017 : Kynning á styrkjum Tækni­þróunar­sjóðs

Samtök iðnaðarins boða til kynningarfundar með Tækniþróunarsjóði mánudaginn 23. janúar kl. 15.00-16.30. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 1. hæð í Kviku. 

Lesa meira

20.1.2017 : Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Þriðjudaginn 24. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfs­áætlana og þjónustu­skrifstofa ásamt sendinefnd ESB kynna styrki og samstarfs­möguleika í Evrópu­samstarfi. Kynningin verður haldin kl. 11:00-13:00 í Háskólanum í Reykjavík, í miðrými sem kallað er Sól, og kl. 14:00-16:00 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi.

Lesa meira

16.1.2017 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2017

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2017. Alls bárust 302 umsóknir í Rannsókna­sjóð að þessu sinni og voru 65 þeirra styrktar eða 22% umsókna.

Lesa meira

13.1.2017 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2017

Nýsköpunarverðlaunforseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, þriðjudaginn 31. janúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna sl. sumar. 

Lesa meira
Ungt brosandi fólks

12.1.2017 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði

Umsóknarfrestur er 15. febrúar 2017. Hlutverk sjóðsins er að styrkja vekefni á vegum æskulýðssfélaga og æskulýðssamtaka.

Lesa meira

10.1.2017 : Styrkir til atvinnuleikhópa fyrir árið 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2017. Alls bárust 95 umsóknir frá 83 atvinnuleikhópum og sótt var um ríflega 587 milljónir. 

Lesa meira

9.1.2017 : Kynningarfundur um tækifæri og styrki í Erasmus+

Föstudaginn 13. janúar verður haldinn kynningarfundur í húsakynnum Rannís um styrkjamöguleika innan menntahluta Erasmus+. Kynningin er ætluð þeim sem ekki hafa reynslu af þátttöku.

Lesa meira

9.1.2017 : Frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi

Með lögum nr. 79/2016 var lögfest frádráttarheimild við álagningu tekjuskatts fyrir erlenda sérfræðinga sem eru ráðnir til starfa hér á landi vegna sérþekkingar sinnar og reynslu. 

Lesa meira
Auglýsingum umsóknafrest í Tækniþróunarsjóð

9.1.2017 : Styrkir til nýsköpunar

Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2017, kl. 16:00

Lesa meira

6.1.2017 : Úthlutun listamannalauna 2017

Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2017. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Lesa meira

6.1.2017 : Nýsköpun er orðin fjórða stoðin

Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, segist í viðtali við Morgunblaðið, vera ánægður með þróun undanfarinna ára í íslensku sprota- og nýsköpunarstarfi.

Lesa meira

6.1.2017 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2017 kl. 16:00.

Lesa meira

5.1.2017 : Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Nordplus

Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður kennurum og öðrum sem starfa við menntamál að sækja um styrki í áætlunina. Heildarupphæð styrkja til úthlutunar er um 9 milljónir evra (tæplega 1,4 milljarður íslenskra króna).

Lesa meira

4.1.2017 : Samferða í 30 ár!

Árið 2017 fagnar Erasmus+ áætlunin 30 ára afmæli. Fjöldi fólks á Íslandi hefur fengið styrk úr áætluninni til að ferðast, stunda nám og öðlast reynslu og færni á erlendri grundu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica